Fleiri perluviðburðir verða haldnir víða um land
22. janúar, 2024
IMG_20240121_164700
Ljósmynd/aðsend

Fjáröflunar- og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hófst með pompi og prakt í Hörpu í gær, sunnudaginn 21. janúar. Á annað þúsund  manns komu saman og perluðu ný Lífið er núna armbönd og sáu perlupartýparið Eva Ruza og Hjálmar um að halda öllum í stuði ásamt fjölmörgum listamönnum sem komu fram.

„Öll Lífið er núna armböndin eru perluð af sjálfboðaliðum og það tókst frábærlega vel til í Hörpu það var algjörlega metþátttaka og samkenndin á svæðinu var einstök. Við náðum að perla 3581 armbönd en við verðum einnig með viðburði á Akureyri, Neskaupstað, Höfn og víðar á meðan á átakinu okkar stendur en því lýkur 12. febrúar. Hægt verður að nálgast upplýsingar um aðra perluviðburði inn á vefnum okkar www.lifidernuna.is og auðvitað kaupa armbandið sem er ein helsta fjáröflun Krafts,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn.

Fjölmargir sjálfboðaliðar komu og aðstoðuðu Kraft við að standa að þessum veglega viðburði og vill Kraftur nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir ómetanlega stuðning sem og þeim  listamönnum sem komu og auðvitað Guðna forseta sem sagði nokkur orð við þetta tilefni. „Arnar Sveinn, varaformaður Krafts, gaf líka Hildi og Ágústu HIlmarsdætrum einum af stofnendum Krafts sérstakt viðhafnararmband í tilefni þess að Kraftur fagnar í ár 25 ára afmæli. Móðir Arnar Sveins var ein af þeim sem kom að stofnun Krafts ásamt systrunum og því var þetta alveg einstakt augnablik en hún lést úr krabbameini þegar Arnar var einungis 11 ára.

Yfirskrift fjáröflunarátaks og vitundarvakningu Krafts í ár er Vertu perla – Berðu Lífið er núna armbandið og vísar það til þess að með því að bera armbandið sé fólk að sýna stuðning með ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum en félagsmenn okkar taka alltaf eftir því þegar þau sjá fólk bera armbandið úti í samfélaginu. Eða eins og einn sem segir sögu sína í vitunarvakningunni segir „…að sjá einhvern með armbandið sýnir mikinn stuðning, skilning og samhug.“

Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Nokkrir félagsmenn Krafts segja sögu sína í átakinu sem hægt er að sjá á www.lifidernuna.is og munu sögurnar birtast líka á samfélagsmiðlum og víðar á meðan á átakinu stendur. Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd og leyfa almenningi að öðlast innsýn inn í reynsluheima félagsmanna Krafts með því að deila sögum þeirra.

Armböndin verða seld í vefverslun Krafts á www.lifidernuna.is og völdum verslunum Krónunnar. Armbandið verður einnig til sölu í völdum verslunum Hagkaupa, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni, Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri. Armböndin eru seld í takmörkuðu upplagi næstu þrjár vikurnar, kosta 2.900 krónur og rennur allur ágóði af þeim í starfsemi Krafts og styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Að auki verður Lífið er núna viðhafnarútgáfa af armbandinu kynnt til leiks. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðhafnarútgáfu af Lífið er núna armbandinu en Vera Design á heiðurinn af armbandinu og verður það einnig til sölu í takmörkuðu upplagi,“ bætir Hulda við. En fyrstu eintökin af armbandinu hlutu einmitt HIldur og Ágústa.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst