Fleiri vilja hótel við Skanssvæðið
15. október, 2013
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir niðurstaða könnunar á kostamati þar sem kannaður var hugur þátttakenda til þess hvaða svæði henti best til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Reyndar var í auglýsingu frá Vestmannaeyjabæ fyrir kosningarnar talað um mat á skipulagskostum fyrir hótel, en ekki ferðaþjónustu almennt. Alls tóku 358 einstaklingar þátt í könnuninni en 35,75% þeirra töldu að heppilegast væri að halda áfram þróun svæðisins austan við Skansinn. 33,52% töldu Fiskiðjulóðina heppilegasta. Aðrir kostir voru Löngulág, sem 18,99% töldu heppilegan kost, Eldheimar, 6,7%, Sprangan 3,63% og 1,4% taldi engan af þessum kostum fýsilegan. �??Ráðið þakkar þátttakendum fyrir þátttökuna og vísar niðurstöðunum til frekari skipulagsvinnu.�??
Kemur ekki á óvart
Gunnlaugur Grettisson, formaður ráðsins segir í samtali við mbl.is niðurstöðurnar ekki koma sér beinlínis á óvart. �??Fiskiðjuhúsið stendur auðvitað í hjarta bæjarins og hefur lengi verið inni í myndinni þegar rætt er um uppbyggingu í ferðaþjónustu. Oft hefur borið á góma að gera þar gistiheimili eða hótel. Hinn kosturinn sem kom vel út er auðvitað hjá nýju, ósnortnu hrauni. �?að er auðvitað einn kostur svæðisins hversu ósnortið það er, en það verður að ganga fram af virðingu við náttúruna, og ekki flýta til verka.�??
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst