Siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn hafa margsýnt, að ferðamannafjöldi stóreykst þegar siglt er þangað. Strax frá fyrsta degi þegar siglingar hófust í Landeyjahöfn árið 2010 var sýnt að hverju stefndi. Fyrstu sex mánuði ársins 2011 flutti Herjólfur 105.849 farþega og 26.332 bíla. Til samanburðar hefur Herjófur flutt 114.094 farþega og 31.098 bíla, fyrstu sex mánuði ársins 2012.