Líklegra er að börn fæðist yfir sumartímann nú en fyrir um 50 árum síðan. Síðastliðin tíu ár hafa flest börn fæðst í júlí, ágúst og september á Íslandi. Færri eru fæddir á veturna fá október til mars. Jón, Sigurður og Guðmundur eru algengustu karlmannsnöfnin á Íslandi. Anna, Guðrún og Kristín eru algengustu nöfn kvenna.
�?etta kemur fram í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands um nafngiftir á Íslandi. Flestir eiga afmæli 27. ágúst eða yfir þúsund manns en fæstir á jóladag eða tæplega 700 manns, fyrir utan hlaupársdag, 29. febrúar sem er fæðingardagur rúmlega 200 einstaklinga.
Íslendingar hafa tilhneigingu til að skíra eftir foreldrum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru 35 prósent 30 ára og yngri skírðir eftir ömmu sinni eða afa. Hlutfallið er hærra hjá eldri aldursflokkum.
Nöfnin Anna og Elísabet enn vinsælust
Rúmlega 60 prósent Íslendinga bera fleiri en eitt eiginnafn. Algengustu tvínefnin í byrjun árs 2017 eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín, Jón �?ór, Gunnar �?ór og Jón Ingi. María var algengasta annað nafn stúlkna árið 2016. �?sk og Rós komu þar á eftir. �?ór, Máni eða Hrafn eru algengustu seinni nöfn drengja, samkvæmt skýrslunni.
Færri börn sem fæðst hafa síðustu tíu árin bera nöfn eins og Guðrún, Kristín, Sigurður og Gunnar en áður. Nöfnin Anna og Elísabet halda þó vinsældum sínum milli ára. Vinsælu nöfnin nú, Emma, Sara, Alexander, Aron og Mikael, voru síður vinsæl á árum áður.
Vinsæl nöfn eftir fæðingarstað
Flestum drengjum var gefið nafnið Alexander árið 2016. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi og Suðurnesjum skírðu drengi frekar Alexander en íbúar á öðrum landshlutum. Emilía, Emma og Elísabet voru algengustu stúlknanöfnin, óháð fæðingarstað.
Nokkur munur er eftir því hvar börn eru fædd hvaða nöfn eru vinsæl, að því er segir í skýrslunni. Árið 2016 var flestum gefið nafnið Emilía á Vesturlandi en Íris á Austurlandi. Emma var vinsælasta nafnið á Norðurlandi vestra, Auður á Vestfjörðum og Hanna á Suðurnesjum, Sara á höfuðborgarsvæðinu en Kristín eða Rakel á Suðurlandi. Flestir drengir voru skírðir Haukur, Sigurður eða Tristan á Vestfjörðum en Aron á Vesturlandi og Norðurlandi eystra og Arnar á Suðurlandi. Alexander er algengasta nafnið árið 2016.
Yfir 80 prósent bera kenninöfn móður- eða föður, í byrjun árs 2017. Af þeim báru 98% nafn föður. Fjögur prósent Íslendinga bera íslensk ættarnöfn og 14% annarskonar seinni nöfn, oftast af erlendum uppruna. Algengasta ættarnafnið er Blöndal, það bera rúmlega 320 manns.