Samkvæmt úttekt í DV eru flestar líkamsárásir á landinu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt úttektinni voru 82 líkamsárásir sem komu inn á borð lögreglunnar. En í öðru sæti eru Suðurnes með 62 líkamsárásir. Ekki er ólíklegt að þjóðhátíðin skekki myndina svolítið en auk þess er Goslokahátíðin orðin ein af stærri bæjarhátíðum landsins. DV segir að umdæmi Vestmannaeyja sé það hættulegasta á landinu.