Þessi verkefni hlutu styrki

Í gær var greint frá því að úthlutað hafi verið úr verkefninu “Viltu hafa áhrif?”. Hér að neðan má sjá hvaða verkefni fengu styrki, en  alls bárust 30 umsóknir auk fjölmargra ábendinga. Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir að verkefnin sem hlutu styrki séu fjölbreytt og spennandi. Óskar Vestmannaeyjabær öllum styrkþegum til hamingju. 1. Útilistasýning og […]

Rausnarleg gjöf Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja afhenti í dag rausnarlega gjöf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Félagið hefur undanfarnar vikur unnið að endurbótum á dagdeild lyfjagjafar á stofnuninni. Gjöf félagsins telur tvo lyfjagjafastóla með eftirfarandi aukahlutum Lamp, IV pole Patient table og USB port ásamt lyfja dælum. Rafmagns skrifborð, skrifborðstól, móttökustól, fjögur teppi/yfirbreiðslur, tvö hitateppi fyrir axlir, tvo fótaverma, […]

„Vorum að fá allt að 500 kg á togtíma.“

Þekkingarsetur Vestmannaeyja rannsakar áfram veiðar og nýtingu á rauðátu, en setrið hefur staðið að rannsóknum á veiðum og vinnslu á rauðátu undanfarin ár. Verkefnið snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins. Þekkingarsetrið er með leyfi til veiða á 1.000 tonnum á rauðátu á ári. Fram að þessu hefur […]

Útskrift FÍV: Viðurkenningar og myndir

Líkt og greint var frá um helgina útskrifuðust 27 nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á laugardaginn sl. Við sama tækifæri voru veittar viðurkenningar til nemenda. Akademía ÍBV og FÍV. Ellert Scheving fyrir hönd ÍBV íþróttafélags veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíunni: Andrés Marel Sigurðsson – 4 annir Kristján […]

Hvatningaverðlaun fræðsluráðs afhent

Í síðustu voru hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent í fimmta sinn í Einarsstofu. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós og hvatning til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin […]

Áætla að ljúka frágangi á 10 ára afmælinu

Þrátt fyrir að 10 ár séu síðan Eldheimar opnuðu hefur enn ekki verið lokið við frágang í kringum húsið og við bílastæðin. Meðal annars var blaðamanni Eyjar.net bent á að hreinlega væri slysahætta á stað austan megin við innganginn. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var til svara vegna málsins. Er það á einhverri áætlun […]

Skemmtikvöld í Höllinni – myndir

Í gær var sannkallað skemmtikvöld í Höllinni. Þar var blanda af sing-along söngfjöri með Rokkkórnum og sönghópnum Raddadadda og geggjuðu dansfjöri með strákunum í VÆB ásamt DJ. Strákarnir í VÆB komu eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með lagið sitt “Bíómynd” sem þeir fluttu í Söngvakeppni sjónvarpsins 2024. Þeir bræður hafa verið öflugir í […]

27 nemendur útskrifast frá FÍV

Rétt um 200 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum á vorönn Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Í dag útskrifuðust svo 27 nemendur skólans. Iðn- og verkmenntaskólar á Íslandi fóru í átak haustið 2017 þar sem markmiðið var að fjölga fagmenntuðu fólki og vinna að því að fá 20% grunnskólanema til að velja iðn- og […]

Listamenn framtíðarinnar

Í hádeginu í dag, föstudag, opnaði Kári Bjarnason skemmtilega sýningu á verkum nemenda í 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja. Um er að ræða myndir sem þau máluðu af smáeyjum með akrýl eða vatnsmálningu. Myndirnar unnu þau síðan í framhaldinu með appi sem heitir picsart, tóku þar myndir af málverkunum sínum og unnu áfram með verkin. Afraksturinn […]

Breytingar á starfi æskulýðs- tómstunda- og íþróttafulltrúa

Staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var kynning á breytingum á starfi æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Starf æskulýðs- og tómstundarfulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar verða sameinuð og starfslýsingu breytt. Starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar breytist þannig að hann mun koma meira að íþróttamálum í umboði framkvæmdastjóra sviðs. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.