Vilja aðgerðir vegna vanefnda

20240318_Álfsnes_thor_AH_min

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja fyrir helgi var umræða um samgöngumál á milli lands og Eyja. Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á […]

Hugmynd!

uppl_gongust_holland

Mikið hefur verið rætt og ritað um minnisvarða og mannvirki á Eldfelli. Ekki líst öllum á að setja þar upp stiga og lýsingu og öllu því sem það fylgir. Í kjölfar viðtals við Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks hér á Eyjar.net um fyrirhugaðan minnisvarða hafa nokkrir bæjarbúar sett sig í samband við undirritaðan vegna málsins, […]

Óla Jóns minnst á Eyjakvöldi

DSC_6743

Fyrsta Eyjakvöld ársins fór fram í gærkvöldi. Kvöldið var til heiðurs Ólafi Jónssyni frá Laufási, en hann var meðlimur í Blítt og létt og lék þar á saxafón. Ólafur féll frá í fyrra. Leikin voru uppáhaldslög Óla og var húsfyllir í Alþýðuhúsinu og stemningin góð. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við og smellti nokkrum myndum. […]

Vilja breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir

strandvegur_20240406_154642_min

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði var tekin fyrir umsókn um breytta nýtingu á húsnæði á Strandvegi 89-97. Fram kemur í fundargerðinni að Jón Gísli Ólason sæki um – fyrir hönd fasteignareiganda á Strandvegi 89-97 – breytingu á skipulagsákvæði aðalskipulags Vestmanneyja, til að heimila notkun 2-3 hæðar húsanna fyrir íbúðir. Fram kemur […]

Söfnuðu tæplega 8 milljónum fyrir Grindvíkinga

DSC_6532

Lionsklúbbur Vestmannaeyja fagnar í dag 50 ára afmæli klúbbsins. Af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar í veislusal Einsa Kalda í gærkvöldi. Á áttunda tug mættu í veisluna sem var öll hin glæsilegasta. Hápunktur kvöldsins var þegar að fulltrúar Lionsklúbbsins í Eyjum afhentu fulltrúum Lionsklúbbs Grindavíkur afrakstur söfnunar sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur innan […]

Vill fresta málsmeðferð um þjóðlendur á svæði 12

Þórdís_kolbrun_eyjar (1000 x 667 px) (1)

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því að málsmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12 (eyjar og sker) verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins með hliðsjón af betri gögnum. Þann 2. febrúar sl. voru settar fram kröfur fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem varða eyjar og sker. Í febrúar sendi […]

4,5 milljarða hagnaður VSV

vsv_adalfundur_24_l

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2023 var betri en dæmi eru um áður í sögu fyrirtækisins og verður að miklu leyti rakin til uppsjávarveiðanna. Loðnuvertíðin í fyrra var sú gjöfulasta í verðmætum talið frá upphafi vega og verð á mjöli og lýsi var hátt á mörkuðum allt árið 2023. Afkoman á fyrstu mánuðum liðins rekstrarárs lofaði […]

Vonast til að geta opnað í apríl

Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min

81 m² skóladeild við leikskólann Kirkjugerði er nú komin niður á lóð leikskólans. Að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar virðast því miður alltaf verða einhverjar tafir við svona framkvæmdir. „Við vonumst til að geta opnað deildina síðar í þessum mánuði. Rafvirki er að leggja rafmagnið í húsnæðið og það á eftir að […]

Hátt í 700 milljónir í ljósleiðara Eyglóar

ljosleidari_thjotandi-3.jpg

Frá árinu 2021 hefur Vestmannaeyjabær eignfært vegna ljósleiðara 586 milljónir og áforma að kostnaður á þessu ári verði um 100 milljónir króna. Um er að ræða ljósleiðara í dreifbýli og í þéttbýli í Vestmannaeyjum.  Í upphafi árs 2022 var félagið Eygló formlega stofnað. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og hefur það verkefni að leggja ljósleiðara […]

Minnisvarðinn á Eldfelli mikið mannvirki

Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að í ljósi verulegra tafa á framkvæmd og afhendingu minnisvarða í tilefni hálfrar aldar afmælis Heimaeyjargossins sem nú er liðið, yfirvofandi óafturkræfs inngrips í dýrmæta náttúru Vestmannaeyja og fyrirsjáanlegs vaxandi framkvæmdakostnaðar leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að staldrað verði við. Ekki […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.