„Vestmannaeyjabær telur um 4.600 íbúa og hefur í áraraðir verið ein mikilvægasta verstöð landsins. Svæðið sem um ræðir, úti fyrir Landeyjahöfn hefur að geyma innviði sem eru ómissandi líflínur samfélagsins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða allt rafmagn, neysluvatn og samgönguhöfn heimamanna,“ segir í umsögn Vestmannaeyjabæjar um umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar efnisvinnslu þýska fyrirtækisins Heidelbergcement pozzolanic materials í sjó úti fyrir Landeyjahöfn.
„Það er ljóst að ef skemmdir verða á einhverjum þessara innviða eða ef rekstur þeirra raskast mun kostnaður vegna lagfæringa vera gríðarlegur og afleiðingar mjög alvarlegar fyrir helstu stoðir samfélagsins t.d. húsnæði, atvinnulíf, orkuöryggi og samgöngur.“
Umsögnin var til umræðu í síðasta fundi bæjarráðs. Í henni kemur fram að Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og sjávarútvegs á Íslandi, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hrygningarsvæði Íslandsmiða.
Allt að 80 milljónir rúmmetra
Umsögnin er mjög ítarleg og í sama anda og skýrsla Hafró um fyrirhugaða dælingu. Þar er eindregið varað við röskun á sjávarbotni við Landeyjahöfn. Þar segir m.a. að til standi að vinna allt að 65 milljónir til 80 milljónir rúmmetra af efni á efnistökusvæðinu á um 30 ára tímabili og miðað við að árlega séu allt að 2 milljónir rúmmetra fjarlægðir. „Efnistakan mun fara fram á sanddæluskipi sem dælir efni af hafsbotni. Beita á yfirborðsdælingu en aðferðin byggir á að dælurör er dregið við botninn og efsta lagi botnsins flett ofan af efni sem dýpra liggur.
HPM áætlar að landa allt að 21 sinnum í viku en einhver breytileiki verður á tíðni löndunar m.t.t. árstíma. Hluti af efninu verður malað í mölunarverksmiðju í Keflavík vestan við Þorlákshöfn, en hluti þess fluttur beint erlendis. Tilgangurinn með því að afla efnisins er að nota það sem íblöndunarefni (íauka) í sement. Einnig á að taka efni af landi í sama tilgangi, en það er ekki til umfjöllunar hér. Svæðið sem HPM stefnir á að raska er alfarið undir eignarhaldi íslenska ríkisins, þ.e. utan netlaga,“ segir í skýrslu Hafró.
„ Komi til þess að leyfi fyrir framkvæmdinni verði veitt telur Hafrannsóknastofnun að hætta sé á neikvæðum umhverfisáhrifum á nytjastofna sjávar og á setflutninga. Þá fylgir einnig aukin hætta á strandrofi komi til framkvæmdarinnar. Bendir stofnunin á að nálgast skuli auðlindir þjóðarinnar út frá varúðarnálgun þar sem sjálfbærni er lykilþáttur,“ eru lokaorð skýrslunnar þar sem öll tvímæli eru tekin af um að dæling á þessu svæði er á engan hátt verjandi.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst