Hollvinasamtök Hraunbúða hljóta viðurkenningu

oldrunarrad_vidurkenning_hopmynd_2024_IMG_6103

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Í ár voru það Hollvinasamtök Hraunbúða sem fengu viðurkenningu Öldrunarráðs. Eins og flestir Eyjamenn vita eru hollvinasamtökin félag sem styrkir hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum með gjöfum og ýmsum viðburðum fyrir íbúa og aðstandendur. Félagið var […]

Hætt við hafnarkant við Löngu

hugmynd_a_storskipakantur_brimneskant_250m_min

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja var tekið fyrir að nýju á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Um er að ræða nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur. Ferli aðalskipulagsbreytinga er skipt upp í fjóra fasa og getur tekið um 6-12 […]

Starfslok óbyggðanefndar til meðferðar í þinginu

katrin_jakobs

Í gær var lögð fram á Alþingi breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Meðal annars starfslok óbyggðanefndar o.fl. Tillagan kom fram frá fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Teiti Birni Einarssyni, Jóni Gunnarssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Birgi Þórarinssyni og Óla Birni Kárasyni. Á þingfundi í gær mælti […]

Fimm lekar fundnir

skolavegur_gatnag

Í upphafi árs tilkynntu HS Veitur að hafin væri skipulögð lekaleit í Vestmannaeyjum. Biðlað var til bæjarbúa að láta fagaðila yfirfara kerfi sín og að lagfæra mögulegar bilanir og rangtengingar. Einnig kom fram í tilkynningunni að talsvert af vatni færi út úr kerfinu, vegna leka og rangtenginga, sem olli því að stöðugt þurfti að bæta […]

Svartfuglinn sestur upp – þá kemur…

halkion_2022

„Miðað við fyrri reynslu gæti loðna verið að ganga núna til vesturs á milli Hornafjarðar og Vestmannaeyja, í Fjallasjónum eða við suðurströndina. Eigum við þá ekki að segja að eftir þrjá til sjö daga megi búast við loðnugöngu við Eyjar? Svartfuglinn var hálfum mánuði seinna á ferðinni í bjargið í ár en gjarnan gerist og […]

Felldu tillögu um breytingu á heimgreiðslum

Bedid_eftir_leikskolaplassi_IMG_3116_min

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ gerði – á fundi fræðsluráðs – grein fyrir stöðu heimgreiðslna eftir breyttar reglur sem tóku gildi 1. janúar sl. Í janúar lágu fyrir 14 umsóknir um heimgreiðslur fyrir börn sem eru orðin 12 mánuða gömul og á biðlista eftir leikskólaplássi. Af þeim fengu 7 fulla heimagreiðslu og 4 hlutagreiðslu. Þrír […]

Sex sóttu um stöðu deildarstjóra

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Vestmannaeyjabær auglýsti í byrjun mánaðarins eftir metnaðarfullum leiðtoga í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála sveitarfélagsins. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki fræðslu- og uppeldismála og hefur bæði menntun og reynslu sem nýtist til þess að skapa framtíðarsýn sem snýr að þeirri vegferð. Starfið felur í sér […]

Flugið til Eyja framlengt

farþegar_ernir_2023_opf

Greint var frá því í síðustu viku að samningur um áætlunarflug milli lands og Eyja væri að detta út um næstkomandi mánaðarmót. Í samtali við Eyjar.net segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltruí Vegagerðarinnar að málið hafi verið að komast á hreint í dag. „Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan […]

Óhapp um borð í Herjólfi

gamur_herj_l

Seinkun er á seinni ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn vegna óhapps á bíladekki ferjunnar. Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gerðist þetta á siglingu til Þorlákshafnar í seinni ferð dagsins. Kör virðast hafa farið út úr flutningavagni á hlið vagnsins. Í körunum voru sjávarafurðir. Hörður segir að á þessari stundu sé ekki vitað um frekara […]

Ók á verslunina Sölku

bill_salka_IMG_20240227_113934_min

Í morgun varð óhapp við tískuvöruverslunina Sölku við Vesturveg. Ökumaður pallbíls keyrði á glugga verslunarinnar. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Eyjum voru tildrög óhappsins með þeim hætti að ökumaðurinn steig óvart á bensíngjöfina í stað bremsunnar með þessum afleiðingum. Stefán segir að blessunarlega hafi ekki verið nein slys á fólki, einungis er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.