Í gær var sannkallað skemmtikvöld í Höllinni. Þar var blanda af sing-along söngfjöri með Rokkkórnum og sönghópnum Raddadadda og geggjuðu dansfjöri með strákunum í VÆB ásamt DJ.
Strákarnir í VÆB komu eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með lagið sitt “Bíómynd” sem þeir fluttu í Söngvakeppni sjónvarpsins 2024. Þeir bræður hafa verið öflugir í lagasmíðum og endurhljóðblöndun frá því þeir stofnuðu hljómsveitina haustið 2022. Þeir hafa gefið út lög með Herra Hnetusmjör, Inga Bauer, Lil Curly, Villa Neto, Áslaugu Helgu og Rokkkór Íslands svo eitthvað sé nefnt.
Sing-along tónleikar Rokkkórsins hafa notið mikillar vinsælda, enda einstök skemmtun þar sem textar eru birtir á skjá svo áhorfendur geti tekið virkan þátt í tónleikunum.
Rokkkór Íslands er rétt tæplega níu ára gamall og fer heldur óhefðbundnari leiðir en gengur og gerist í kórsöng. Kórinn skipa um 50 söngvarar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á popp-, rokk- og dægurlagasöng. Útkoman er kraftmikill og algjörlega einstakur hljómur sem er klárlega nýr sinnar tegundar hér á landi. Stjórnandi kórsins er Matthías V. Baldursson og hljómsveitina skipa þeir Dúni Geirs á bassa, Kristinn Guðmundsson á gítar og Hálfdán Helgi á slagverk.
Sönghópurinn Raddadadda hefur starfað saman í mörg ár og eins og nafnið gefur til kynna þá finnst þeim mjög gaman að radda. Meðlimir Raddadadda eru Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Katrín Hildur Jónasdóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir og Matthías V. Baldursson.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst