Rétt um 200 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum á vorönn Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Í dag útskrifuðust svo 27 nemendur skólans.
Iðn- og verkmenntaskólar á Íslandi fóru í átak haustið 2017 þar sem markmiðið var að fjölga fagmenntuðu fólki og vinna að því að fá 20% grunnskólanema til að velja iðn- og starfsnám árið 2025 og 30% árið 2030. Þetta átak tókst vel.
Hjá FÍV voru rétt um 50% nemenda skráðir í iðn- og starfsnám núna á vorönninni. Og af sjötíu og einni umsókn sem borist höfðu í gær, 24.maí, eru rúmlega 56% umsókna í slíkt nám. Fram kom í máli Thelmu Bjarkar Gísladóttur, aðstoðarskólameistara að þetta séu frábært fréttir og spennandi tímar fram undan. Hún sagði það líka ljóst að nauðsynlegt sé að fara í annað átak til að fjölga nemendum í bóknámið, því bóknám er ekki síður mikilvægt fyrir samfélagið okkar.
Helga Kristín Kolbeins, skólameistari FÍV sagði m.a. í ræðu sinni á þessum tímamótum:
„Í dag útskrifuðum við 27 nemendur. Námið sem þeir lögðu stund á er mislangt og hefur það tekið nemendurna mislangan tíma að ljúka því. Við erum öll stolt af nemendunum sem eru hérna uppi á sviði komnir með skírteini í hönd. Þeir nemendur sem voru að ljúka námi standa á tímamótum.
Það er mikilvægur ávinningur að nemendur geti sótt framhaldsskólanám í heimabyggð. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum gegnir lykilhlutverki í því að veita nemendum, tækifæri til að stunda nám án þess að þurfa að yfirgefa samfélag okkar og fjölskyldur. Vestmannaeyjar hefa einstaka menningu og sögulegt samhengi sem mótar okkur og gefur okkur sterka sjálfsmynd. Að stunda framhaldsskólanám í heimabyggð gerir okkur kleift að dýpka þessa tengingu og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Það styrkir okkur og samfélagið, þar sem menntað fólk er lykillinn að þróun og velgengni hvers samfélags. Auk þess að tryggja aðgengi að menntun, þá stuðlar framhaldsskólinn einnig að félagslegri samheldni og eflingu menningarlegra tengsla. Viðhald og þróun skólans skiptir því sköpum fyrir framtíðarsýn okkar og samfélagslega velferð.
Markmið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er að einstaklingar útskrifist með þá hæfni sem nýtist þeim til að halda áfram að vaxa og dafna. Mennta fólk þannig að það geti nýtt sér öll þau tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér. Ef við ætlum að vera tilbúin að mæta nýjum tímum og geta nýtt okkur þá tækni sem er í boði, þarf miklu meira en orðin tóm. Við verðum að láta námið vera í forgangi og gera nemendurna hæfa til að takast á við þá spennandi tíma sem bíða okkar.“
Hér að neðan má sjá alla þá sem útskrifuðust frá FÍV í dag. Nánar verður fjallað um útskriftina á næstu dögum hér á Eyjar.net.
Nr. | Nafn | Braut |
1 | Andrés Marel Sigurðsson | Stúdentsbraut – Opin lína |
2 | Anna María Lúðvíksdóttir | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína |
3 | Arnar Berg Arnarsson | Stúdentsbraut – Opin lína |
4 | Aron Steinar G. Thorarensen | Viðbótarnám til stúdentsprófs |
5 | Berta Sigursteinsdóttir | Stúdentsbraut – Opin lína |
6 | Bertha Þorsteinsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
7 | Birkir Freyr Ólafsson | Viðbótarnám til stúdentsprófs |
8 | Bogi Matt Harðarson | Viðbótarnám til stúdentsprófs |
9 | Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir | Sjúkraliðabrú |
10 | Guðmunda Magnúsdóttir | Sjúkraliðabraut |
11 | Guðný Bernódusdóttir | Sjúkraliðabraut |
12 | Guðný Erla Guðnadóttir | Sjúkraliðabraut; Viðbótarnám til stúdentsprófs |
13 | Gunnar Bjarki Sveinsson | Stúdentsbraut – Opin lína |
14 | Hafdís Björk Óskarsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
15 | Heiðrún Rut Baldursdóttir | Sjúkraliðabraut |
16 | Inga Dan Ingadóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
17 | Íris Eir Jónsdóttir | Sjúkraliðabraut; Viðbótarnám til stúdentsprófs |
18 | Jón Grétar Jónasson | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína |
19 | Katla Arnarsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
20 | Kristján Ingi Kjartansson | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína |
21 | Magdalena Angelika Hibner | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
22 | Mikael Magnússon | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína |
23 | Rakel Rut Friðriksdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
24 | Sandra Örvarsdóttir | Sjúkraliðabraut |
25 | Sara Dröfn Richardsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
26 | Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína |
27 | Tinna Mjöll Guðmundsdóttir | Viðbótarnám til stúdentsprófs |
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst