Rustan verður forstöðumaður fiskeldis

Búið er að ráða í starf forstöðumanns fiskeldis hjá Laxey. Fram kemur á vefsvæði fiskeldis-fyrirtækisins að Rustan Lindquist hafi verið ráðinn í stöðuna. „Rustan mun hefja störf 1. september en mun þangað til verða í ráðgjafar hlutverki varðandi tæknilega hönnun og áætlanir. Þekking og reynsla sem Rustan hefur á sviði fiskeldis mun hjálpa Laxey mikið […]
Ein athugasemd barst

Breytt deiliskipulag við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nú í vikunni. Á fundinum var lögð fram til samþykkis – að lokinni auglýsingu – tillaga að breyttu deiliskipulagi Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir búningsklefa norðan við íþróttasal. Ein athugasemd barst vegna málsins frá Haraldi Pálssyni, […]
Viljayfirlýsing um úrlausn ágreinings

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa í tvo vinnuhópa samkvæmt viljayfirlýsingunni, segir í bókun bæjarráðs. Í niðurstöðu segir að bæjarráð […]
Ekkert svar frá Orkustofnun

Vestmannaeyjabær sendi erindi þann 25. mars sl. til Orkustofnunar og orkumálaráðuneytis, skv. ósk bæjarstjórnar, þar sem beðið var um rökstuðning og upplýsingar sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni sl. mánuði upp á samtals 33%. Orkumálaráðuneytið vildi kanna hjá HS Veitum hvort það bryti mögulega í bága við upplýsingalög að […]
Hegðun stuðningsmanna ÍBV vísað til aganefndar

Í úrskurði aganefndar HSÍ frá 30. apríl sl. segir að erindi hafi borist frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla er vísað til nefndarinnar. Með tilvísun til 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er handknattleiksdeild ÍBV gefið færi á að skila inn athugasemdum sínum […]
Bæta við áttundu ferðinni síðar í sumar

Herjólfur ohf. hefur ákveðið að sigla átta ferðir á dag frá og með 1. júlí nk. til 11. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að megin tilgangur og markmið með rekstri Herjólfs ohf. sé að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Því hefur verið tekin ákvörðun […]
Forseti Íslands tekur þátt

Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins er framundan í Eyjum en The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á laugardaginn. Magnús Bragason, er einn af forsprökkum hlaupsins. Hann segir í samtali við Eyjar.net að skráðir keppendur sé 1.370 sem er metþátttaka. „Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal […]
Framkvæmt við höfnina

Þessa dagana er unnið að setja frárennslislagnir þvert yfir höfnina. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar. Hann sýnir okkur hér hvað fyrir augu bar í dag. https://eyjar.net/lagnir-teknar-a-land/ (meira…)
Kínverjar áhugasamir um göng til Eyja

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veruleika á næstu þremur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veruleika fyrr. Þetta kom fram í hádegisverðarboði í kínverska sendiráðinu í vikunni og greint var frá […]
Leggja til að framkvæmdinni verði flýtt

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lögðu fram – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – vinnugögn varðandi styttingu á Hörgaeyrargarði um 40 metra sem framkvæmt yrði á þessu ári. Til þess að styttingin geti orðið að veruleika þarf að vinna deiliskiplag, sækja um framkævmdaleyfi og óska eftir tilfærslu á fjármagni úr þriggja ára áætlun yfir í […]