Skoða alla möguleika

Í febrúar hafa komið tveir ansi góðir veðurgluggar til dýpkunar í Landeyjahöfn. Eyjar.net sendi fyrirspurn til Vegagerðarinnar um hvernig gengið hafi að dýpka í og við Landeyjahöfn í þessum gluggum og hvort fullu dýpi sé náð. En eftirfarandi kom fram í útboðslýsingu Vegagerðarinnar fyrir útboð á viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn: „Að kröfur séu gerðar […]
Kostnaðurinn hleypur á milljörðum

Óbyggðanefnd var skipuð af íslenska ríkinu árið 1998. Nefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli þjóðlendulaga og hefur þríþætt hlutverk. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur. Að úrskurða um […]
Góður hagnaður þrátt fyrir áföll

Stjórn HS Veitna hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning félagsins vegna ársins 2023. Hagnaður fyrirtækisins nam 1.023 m.kr. á móti hagnaði árið 2022 uppá 806 m.kr. Hagnaður af reglulegum rekstri hækkaði um 293 m.kr. Hagnaður fyrir fjarmagnsliði jókst um 292 m.kr. Tekjur hækkuðu um 1.207 m.kr. þar af 1.004 m.kr. vegna tekna af […]
Sjómenn samþykkja samning

Kjarasamningur sem undirritaður var þann 6. febrúar 2024 var samþykktur með 62,84 greiddra atkvæða. 37,17% voru á móti. Kjörsókn var 53,62%. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands segir að það sé alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins. Það sýnir sig best að við […]
Skoða uppsetningu ölduvirkjana

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir í vikunni erindi frá Haf Afli sem er nýstofnað orkufyrirtæki sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Íslandsstrendur og er áhugi fyrir því að taka fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum með forrannsóknum sem lúta að því að kanna hvort og hvar hagkvæmar staðsetningar gætu […]
Engin slys á fólki en báturinn líklega ónýtur

Eins og kom fram fyrr í kvöld hér á Eyjar.net kom upp eldur í léttabát Herjólfs við reglubundna björgunaræfingu. Á æfingunni var léttabátur skipsins sjósettur og notaður til æfinga. Á miðri siglingu milli Eyja og lands kom upp eldur í vél léttabátsins. https://eyjar.net/for-i-sjoinn-thegar-kviknadi-i-lettabat-herjolfs/ Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að snör viðbrögð áhafnarinnar hafi orðið […]
Fór í sjóinn þegar kviknaði í léttabát Herjólfs

Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins Björgunarskipið Þór var kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í Vestmannaeyjum kl 18:35, til móts við Herjólf […]
Hvað var keypt þegar Vestmannaeyjar voru seldar?

Hvenær er 1. apríl? Útspil Óbyggðanefndar, sem krefst fyrir hönd íslenska ríkisins að stór hluti Vestmannaeyja skuli teljast þjóðlenda, bar því miður ekki upp á 1. apríl. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp síðustu sölu Vestmannaeyja þar sem ríkið var einmitt sá er seldi. Hér verður því leitast við að svara einfaldri spurningu: […]
Ríma til fyrir fjölbýlishúsi

Í morgun var byrjað að rífa húsið á Tangagötu 10. Á lóðinni stendur til að reisa fimm hæða fjölbýlishús auk bílakjallara. Það eru Steini og Olli – byggingaverktakar sem ætla að byggja á lóðinni. Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í morgun. Auk þess eru myndir hér að neðan frá niðurrifi á húsum við Skildingaveg 4, […]
Skorar á Vegagerðina að viðurkenna vandann

Halldór B. Nellett, fyrrum skipsherra hjá Landhelgisgæslunni, skorar á Vegagerðina að horfast í augu við það að Landeyjahöfn, hönnun hennar og staðsetning, hafi verið mistök og að stofnunin freisti þess að finna varanlegar lausnir á vandanum í stað sandmoksturs úr höfninni sem kostar skattgreiðendur ógrynni fjár á hverju ári. „Það er mín skoðun að hönnun […]