Eyjafréttir og Eyjar.net sameinast
16. maí, 2024
DSC_0840
Tryggvi Már Sæmundsson, Trausti Hjaltason og Ómar Garðarsson. Eyjar.net/Óskar Pétur

Tímamót urðu í sögu fjölmiðlunar í Vestmannaeyjum í dag þegar tveir rótgrónustu miðlar bæjarins, Eyjar.net og Eyjafréttir sameinuðust.

Með því gengur félagið ET miðlar inn í Eyjasýn og var samruninn samþykktur á aðalfundi Eyjasýnar í dag.

Ritstjórn verður sameiginleg, sem Ómar Garðarsson og Tryggvi Már Sæmundsson stýra. Blaðið Eyjafréttir verður gefið út með sama fyrirkomulagi og verið hefur. Eyjar.net og Eyjafréttir.is sameinast í öflugum fréttamiðli, eyjafrettir.is/eyjar.net. Í stjórn Eyjasýnar eru Trausti Hjaltason formaður, Kári Bjarnason og Gígja Óskarsdóttir. Hafa Trausti og Tryggvi Már leitt sameininguna.

Sextíu ára saga

Fyrsta blað Frétta, eins og blaðið hét í upphafi leit dagsins ljós 28. júní árið 1974 og fagnar því 50 ára afmæli í sumar sem verður minnst á Goslokahátíð. Voru Fréttir fríblað og dreift í verslanir. Tímamót verða árið 1992 þegar Fréttir verða áskriftarblað og hafa verið síðan. Eyjafrettir.is hófu göngu sína 6. júlí árið 2000.

Grunnur Eyjar.net nær aftur til ársins 2007, en Tryggvi Már hefur rekið vefsíðuna undanfarinn áratug. Saman spannar því saga Eyjafrétta og áratugur Tryggva hjá Eyjar.net sextíu ár.

Til verður öflug fréttaveita

Miklar breytingar hafa orðið á fjölmiðlun, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Á netinu hafa bæði Eyjar.net og Eyjafréttir staðið vaktina af myndarskap en með sameiginlegum miðli verður til öflug fréttaveita sem á eftir að bæta þjónustu og aðlagast enn frekar nýrri tækni og nýta möguleika sem hún býður upp á. Þá verða vefsíðurnar uppfærðar á næstu vikum og munu lesendur finna fyrir ýmiskonar betrumbótum á komandi vikum.

Hugsað til að efla miðilinn enn frekar til að fjalla um málefni af fagmennsku og dýpt

Trausti Hjaltason er formaður stjórnar Eyjasýnar:

„Ég er virkilega ánægður að fá Tryggva Má til liðs við okkur og að geta sameinað þessa rótgrónu miðla í enn öflugri miðil. Tryggvi Már hefur strax látið til sín taka í umræðunni um framtíð miðilsins og ég er sannfærður um að hann komi með ferskan blæ og reynslu inn í starfsemina. Okkar tryggu áskrifendur sem eru okkur svo mikilvægir munu vonandi taka þessum breytingum vel, enda hugsaðar til að efla miðilinn enn frekar til að fjalla um málefni af fagmennsku og dýpt. Það er einlæg von mín að Eyjamenn taki þessum breytingum vel og hvet ég alla til að gerast áskrifendur og styrkja þannig umfjöllun um Vestmannaeyjar.“ segir Trausti.

Saman getum við bætt fjölmiðlaumhverfið

„Það er mér sannur heiður að ganga inn í Eyjasýn á þessum tímapunkti. Þar er bæði reynsla og löng saga að baki. Saman tel ég að við getum bætt fjölmiðlaumhverfið í Eyjum, fremur enn í sitthvoru lagi. Ég hef í störfum mínum síðastliðin 10 ár sótt mér dýrmæta reynslu sem ég vona að nýtist sameinuðu félagi vel. Oft er talað um fjölmiðla sem fjórða valdið, og því munum við reyna að sinna af kostgæfni bæjarbúum til heilla.“ segir Tryggvi Már, stjórnarformaður ET miðla á þessum tímamótum.

Alltaf ríkt gagnkvæm virðing

„Það hefur alltaf ríkt gagnkvæm virðing milli okkar Tryggva og ég hlakka til samstarfsins. Saman getum við með góðu fólki gert eyjafrettir/eyjar.net að einum öflugasta netmiðli á landsbyggðinni. Einnig eru möguleikar á að láta fréttasíðuna og Eyjafréttir vinna saman þannig úr verði heild sem þjónar lesendum sem best,“ sagði Ómar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst