Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins – mbl.is.
Bergvin var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum, en brotin áttu sér stað á árunum 2020 til 2022 og voru öll framin í Vestmannaeyjum.
https://eyjar.net/sakfelldur-fyrir-kynferdislega-areitni/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst