Áfram fjölgar í Eyjum

Áfram fjölgar íbúum í Vestmannaeyjum. Í dag eru skráðir íbúar hjá Vestmannaeyjabæ alls 4690. Í lok apríl þegar síðustu tölur voru birtar hér á vefmiðlinum voru íbúar 4662 talsins. Í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626. Hefur því fjölgað um 64 í bænum á u.þ.b. hálfu ári.   (meira…)

Kviknaði í um borð í Sigurði

Sigurður VE er nú í viðhaldsstoppi. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins er skipið í hefðbundnum slipp á Akureyri þar sem ýmisar lagfæringar eru gerðar. Í liðinni viku kviknaði í um borð í skipinu. „Það varð laus eldur í vélarrúmi skipsins við suðuvinnu í lagnakerfi, en sem betur fer fór slökkvikerfi skipsins í gang og […]

Aldarminning – myndband

Í gær var efnt til dagskrár í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu frændsystkinanna Jóns Björnssonar í Bólstaðarhlíð og Þóru Sigurjónsdóttur frá Víðidal, sem fæddust sama dag (þann 17. júní) af systrum og í sama húsi. Húsinu Víðidal hér í Vestmannaeyjum. Afkomendur Jóns og Þóru minntust þeirra og afhentu safninu bækur sem […]

17. júní í myndum

Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum um land allt í dag. Dagskráin í Eyjum var með hefðbundnu sniði. Að lokinni skrúðgöngu var boðið upp á hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Myndasyrpu frá hátíðarhöldunum má sjá hér að neðan. (meira…)

Ók á Miðbæjarbogann

Síðdegis í gær fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um óhapp neðst í Bárustígnum. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn segir að óhappið hafi orðið með þeim hætti að litlum kranabíl hafi verið ekið á bogann með þessum afleiðingum. Miðbæjarboginn var vígður í desember 2022. https://eyjar.net/2022-12-16-vigsla-midbaejarbogans/ (meira…)

Hlaut minniháttar meiðsl

Mikið skemmd bifreið á Eiðinu hefur vakið athygli vegfarenda um helgina. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns Lögreglunnar í Vestmannaeyjum kom mál þetta upp á föstudagskvöldið og liggur nokkuð ljóst fyrir. Stefán segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að rannsókn sé þó ekki lokið því ástand ökumanns er í skoðun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli. (meira…)

Fiskeldistækni kennd í Eyjum

Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Visku ætlar að bjóða upp á nám í Fiskeldistækni á framhaldsskólastigi í Vestmannaeyjum í haust. Störf í haftengdum greinum krefjast stöðugt meiri gæða og aukinnar fagþekkingar starfsfólks. Námið hentar fólki sem er í starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi á því sviði. Námið er skipulagt með þarfir atvinnulífs í […]

Á vertíð í Eyjum 1960 og verið hér síðan

Siglfirðingurinn Rabbi og Eyjakonan Inga saman í lífsins ólgusjó. Hann stundaði sjóinn og hún sinnti sjúklingum. Ómar Garðarsson ræddi við þau hjón í aðdraganda sjómannadagsins. „Ég er fæddur og uppalinn á Dalabæ vestan Siglufjarðar og er þar til sjö ára aldurs að við flytjum til Siglufjarðar. Er þar til fjórtán ára aldurs. Kláraði skyldunámið og fór […]

Nýjung í ferðaþjónustu í Eyjum

Á morgun hefur starfsemi í Vestmannaeyjum nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu en um er að ræða svokallaðan “hop on, hop off” strætó. Þar er á ferðinni rúta sem keyrir fyrir fram ákveðna leið eftir tímatöflu sem sjá má hér að neðan. Það er Eyjamaðurinn Sindri Ólafsson sem stendur að þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með […]

Til áskrifenda Eyjafrétta

Í byrjun júlí er ráðgert að setja í loftið nýja heimasíðu fyrir Eyjafréttir og Eyjar.net. Þar munu áskrifendur fá aðgang til að lesa blöðin á síðunni. Til að tryggja að allir áskrifendur séu að fá aðgang er nauðsynlegt að yfirfara allar notendaupplýsingar fyrir nýja kerfið. Því biðjum við áskrifendur að skrá inn upplýsingarnar hér að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.