Kviknaði í um borð í Sigurði
Sigurður VE er nú í viðhaldsstoppi. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins er skipið í hefðbundnum slipp á Akureyri þar sem ýmisar lagfæringar eru gerðar. Í liðinni viku kviknaði í um borð í skipinu. „Það varð laus eldur í vélarrúmi skipsins við suðuvinnu í lagnakerfi, en sem betur fer fór slökkvikerfi skipsins í gang og […]
Aldarminning – myndband
Í gær var efnt til dagskrár í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu frændsystkinanna Jóns Björnssonar í Bólstaðarhlíð og Þóru Sigurjónsdóttur frá Víðidal, sem fæddust sama dag (þann 17. júní) af systrum og í sama húsi. Húsinu Víðidal hér í Vestmannaeyjum. Afkomendur Jóns og Þóru minntust þeirra og afhentu safninu bækur sem […]
17. júní í myndum
Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum um land allt í dag. Dagskráin í Eyjum var með hefðbundnu sniði. Að lokinni skrúðgöngu var boðið upp á hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Myndasyrpu frá hátíðarhöldunum má sjá hér að neðan. (meira…)
Ók á Miðbæjarbogann
Síðdegis í gær fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um óhapp neðst í Bárustígnum. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn segir að óhappið hafi orðið með þeim hætti að litlum kranabíl hafi verið ekið á bogann með þessum afleiðingum. Miðbæjarboginn var vígður í desember 2022. https://eyjar.net/2022-12-16-vigsla-midbaejarbogans/ (meira…)
Hlaut minniháttar meiðsl
Mikið skemmd bifreið á Eiðinu hefur vakið athygli vegfarenda um helgina. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns Lögreglunnar í Vestmannaeyjum kom mál þetta upp á föstudagskvöldið og liggur nokkuð ljóst fyrir. Stefán segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að rannsókn sé þó ekki lokið því ástand ökumanns er í skoðun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli. (meira…)
Fiskeldistækni kennd í Eyjum

Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Visku ætlar að bjóða upp á nám í Fiskeldistækni á framhaldsskólastigi í Vestmannaeyjum í haust. Störf í haftengdum greinum krefjast stöðugt meiri gæða og aukinnar fagþekkingar starfsfólks. Námið hentar fólki sem er í starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi á því sviði. Námið er skipulagt með þarfir atvinnulífs í […]
Á vertíð í Eyjum 1960 og verið hér síðan

Siglfirðingurinn Rabbi og Eyjakonan Inga saman í lífsins ólgusjó. Hann stundaði sjóinn og hún sinnti sjúklingum. Ómar Garðarsson ræddi við þau hjón í aðdraganda sjómannadagsins. „Ég er fæddur og uppalinn á Dalabæ vestan Siglufjarðar og er þar til sjö ára aldurs að við flytjum til Siglufjarðar. Er þar til fjórtán ára aldurs. Kláraði skyldunámið og fór […]
Nýjung í ferðaþjónustu í Eyjum

Á morgun hefur starfsemi í Vestmannaeyjum nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu en um er að ræða svokallaðan “hop on, hop off” strætó. Þar er á ferðinni rúta sem keyrir fyrir fram ákveðna leið eftir tímatöflu sem sjá má hér að neðan. Það er Eyjamaðurinn Sindri Ólafsson sem stendur að þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með […]
Til áskrifenda Eyjafrétta

Í byrjun júlí er ráðgert að setja í loftið nýja heimasíðu fyrir Eyjafréttir og Eyjar.net. Þar munu áskrifendur fá aðgang til að lesa blöðin á síðunni. Til að tryggja að allir áskrifendur séu að fá aðgang er nauðsynlegt að yfirfara allar notendaupplýsingar fyrir nýja kerfið. Því biðjum við áskrifendur að skrá inn upplýsingarnar hér að […]
Jarðvegs-framkvæmdir í Herjólfsdal

Undanfarna daga hefur verið unnið að jarðvegsframkvæmdum í Herjólfsdal. Nánar tiltekið á milli veitingatjalds-undirstöðunnar og setningarsteinsins. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að þetta sé á vegum ÍBV. „Það er verið að slétta flötina sem er undir Tuborg tjaldinu og verður sett torf aftur á að því loknu.“ […]