Arnar í þjálfarateymi Fram

Arnar Pétursson mun verða í þjálfarateymi kvennaliðs Fram á komandi keppnistímabili í Olís deildinni. Fréttavefur RÚV greinir frá að Rakel Dögg Bragadóttir verði næsti þjálfari liðsins í handbolta og segir jafnframt frá því að hún verði með landsliðsþjálfarann, Arnar Pétursson sér við hlið. Munu þau skrifa undir samninga við Fram síðar í dag, samkvæmt heimildum RÚV. […]

Byrjað að reisa kerin

Vinna er nú hafin við uppsetningu á fiskeldiskerjum Laxeyjar í Viðlagafjöru. Fram kemur á facebook-síðu fyrirtækisins að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarnar daga, vikur og mánuði við að undirbúa verkið og hófst uppsetning í dag. Hvert fiskeldisker fyrir áframeldið eru 28 metrar í þvermál og rúmir 13 metrar á hæð og mun rúma […]

Hagsmunir Vestmannaeyja vega þyngra

„Vestmannaeyjabær telur um 4.600 íbúa og hefur í áraraðir verið ein mikilvægasta verstöð landsins. Svæðið sem um ræðir, úti fyrir Landeyjahöfn hefur að geyma innviði sem eru ómissandi líflínur samfélagsins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða allt rafmagn, neysluvatn og samgönguhöfn heimamanna,“ segir í umsögn Vestmannaeyjabæjar um umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar efnisvinnslu þýska fyrirtækisins Heidelbergcement pozzolanic […]

Áfram fjölgar í Eyjum

Áfram fjölgar íbúum í Vestmannaeyjum. Í dag eru skráðir íbúar hjá Vestmannaeyjabæ alls 4690. Í lok apríl þegar síðustu tölur voru birtar hér á vefmiðlinum voru íbúar 4662 talsins. Í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626. Hefur því fjölgað um 64 í bænum á u.þ.b. hálfu ári.   (meira…)

Kviknaði í um borð í Sigurði

Sigurður VE er nú í viðhaldsstoppi. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins er skipið í hefðbundnum slipp á Akureyri þar sem ýmisar lagfæringar eru gerðar. Í liðinni viku kviknaði í um borð í skipinu. „Það varð laus eldur í vélarrúmi skipsins við suðuvinnu í lagnakerfi, en sem betur fer fór slökkvikerfi skipsins í gang og […]

Aldarminning – myndband

Í gær var efnt til dagskrár í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu frændsystkinanna Jóns Björnssonar í Bólstaðarhlíð og Þóru Sigurjónsdóttur frá Víðidal, sem fæddust sama dag (þann 17. júní) af systrum og í sama húsi. Húsinu Víðidal hér í Vestmannaeyjum. Afkomendur Jóns og Þóru minntust þeirra og afhentu safninu bækur sem […]

17. júní í myndum

Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum um land allt í dag. Dagskráin í Eyjum var með hefðbundnu sniði. Að lokinni skrúðgöngu var boðið upp á hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Myndasyrpu frá hátíðarhöldunum má sjá hér að neðan. (meira…)

Ók á Miðbæjarbogann

Síðdegis í gær fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um óhapp neðst í Bárustígnum. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn segir að óhappið hafi orðið með þeim hætti að litlum kranabíl hafi verið ekið á bogann með þessum afleiðingum. Miðbæjarboginn var vígður í desember 2022. https://eyjar.net/2022-12-16-vigsla-midbaejarbogans/ (meira…)

Hlaut minniháttar meiðsl

Mikið skemmd bifreið á Eiðinu hefur vakið athygli vegfarenda um helgina. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns Lögreglunnar í Vestmannaeyjum kom mál þetta upp á föstudagskvöldið og liggur nokkuð ljóst fyrir. Stefán segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að rannsókn sé þó ekki lokið því ástand ökumanns er í skoðun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli. (meira…)

Fiskeldistækni kennd í Eyjum

Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Visku ætlar að bjóða upp á nám í Fiskeldistækni á framhaldsskólastigi í Vestmannaeyjum í haust. Störf í haftengdum greinum krefjast stöðugt meiri gæða og aukinnar fagþekkingar starfsfólks. Námið hentar fólki sem er í starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi á því sviði. Námið er skipulagt með þarfir atvinnulífs í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.