Útgáfuteiti og opnun sýningar

image0 (5)

Sunnudaginn 9. júní kl. 13-14, í Sagnheimum, byggðasafni, fagna hjónin Friðþór Vestmann Ingason og Ragnheiður Jónsdóttir útgáfu á nýrri bók sem þau kalla VÍSURNAR HANS PABBA. Í framhaldinu munu þau ásamt fjölskyldu Inga Steins opna sýninguna: Handverk Inga Steins Ólafssonar í gegnum árin hans. Ingi Steinn var annálaður listamaður, vísur og ljóð léku honum á […]

Leggja til 1% hækkun í þorski

DSC_7145

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 1 % hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því hækkar ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert er ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í […]

26 iðkendur útskrifast úr akademíum

akademiur_24_ibvsp

ÍBV Íþróttafélag hefur starfrækt afreksakademíu í samstarfi við FÍV frá því í ársbyrjun 2011 og íþróttaakademíu í samstarfi við GRV frá því ársbyrjun 2012. Laugardaginn 25. maí útskrifuðust 2 iðkendur úr afreksakademíunni, Andrés Marel Sigurðsson og Kristján Ingi Kjartansson. Þeir stunduðu akademíuna í 4 annir þar sem þeir sóttu 2 tækniæfingar á viku auk bóklegs […]

Memm gefur út sitt fyrsta lag

image_123650291 (2)

Vestmanneyska hljómsveitin Memm var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir “Viltu vera memm?“ Horft er til aldamótanna í útsetningu lagsins sem ætti að kítla nostalgíutaugarnar. Lagið er nú komið á allar helstu streymisveitur og má heyra hér að neðan, segir í tilkynningu frá bandinu. Lagið sem er eftir þá Haffa og Helga var […]

Heildartjón nálægt 1,5 milljörðum

vatn_logn_08_op

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöðinni og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögninni verði að fullu bætt en eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380-1.485 m.kr. Þetta kom fram á fundi bæjaráðs Vestmannaeyja í fyrradag. Í fundargerðinni segir einnig að jafnframt sé […]

Einstaklega heppin með fjölskyldu

Sjómannskonan Margrét Sara Laufdal Stefánsdóttir hefur orðið: Aldur? 29 ára. Atvinna? Ég vinn í þjónustukjarnanum á Strandvegi og er nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en er í fæðingarorlofi eins og er. Fjölskylda? Sambýlismaðurinn minn heitir Birgir Davíð Óskarsson og er fæddur árið 1996. Saman eigum við tvö börn þau Grétar Inga sem er að verða tveggja ára […]

ÍBV mætir ÍR á útivelli

Eyja_3L2A1615

Tveir leikir fara fram í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í dag. Í fyrri laik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV á ÍR vellinum. Eyjamenn í fimmta sæti deildarinnar með 6 stig en ÍR-ingar eru í níunda sæti með 5 stig. Eyjamenn gerðu jafntefli við Fjölni í síðustu umferð á meðan ÍR fékk skell gegn Þrótti […]

Ríkisstyrkt Eyjaflug hefst í vetur

Ernir_opf_DSC_6789

Bæjarráð Vestmannaeyja átti fund með Svandísi Svavarsdóttur, innviðaráðherra þann 23. maí sl. Þar voru samgöngumál Vestmannaeyja meðal þeirra mála sem rædd voru. Staðfesti ráðherra að ríkisstyrkt flug hefjist á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í vetur til þriggja ára. Þá ræddi bæjarráð drög að skýrslu vinnuhóps sem ætlað er að leggja mat á fýsileika gangna milli […]

Fær bætur vegna hand­töku á Þjóðhátíð

DSC_9251

Rík­is­lögmaður hef­ur fall­ist á að greiða tví­tug­um manni 150 þúsund krón­ur í bæt­ur vegna hand­töku á Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um í fyrra. Maður­inn, sem er dökk­ur á hör­und taldi að húðlit­ur hans hefði skipt máli við hand­tök­una, segir í frétt á fréttavef RÚV. Þar segir ennfremur að ríkislögmaður hafni því alfarið í bréfi til lögmanns mannsins […]

Tæplega helmingur drengja ólæs

kynning-stada-drengja

Um 47% drengja getur ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA mælingum 2022 við útskrift úr 10. bekk og þriðjungur nær ekki grunnviðmiðum í stærðfræði og náttúruvísindum. Einungis þriðjungur nýnema í háskóla eru drengir, eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi, stór hluti þeirra upplifir lítinn tilgang með námi sínu og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.