Framboð til formanns LFK

Næstkomandi laugardag, 18. ágúst verður haldið í Reykjavík landsþing Landssambands Framsóknarkvenna.  Ljóst er að Bryndís Bjarnason, núverandi formaður LFK, hyggst hætta formennsku. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í LFK. Undanfarin ár hef ég tekið mjög virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins. Ég var í 4. sæti á lista Framsóknarmanna í […]

Lundaveiðitímabili lokið

Nú er lundaveiðitímabilinu árið 2007 lokið og fyrir þetta tímabil ákváðu félagar í Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja að leyfa lundanum njóta vafans og veiða sér bara í soðið. Lítið hefur verið um sandsíli við Vestmannaeyjar og er það ákveðið áhyggjuefni varðandi næsta lundaveiðitímabil og komandi pysjutíma. Eyjar.net sendu spurningar á nokkra lundaveiðikarla til að fá smá fréttir […]

Athugasemdir vegna ummæla Grétars Mars Jónssonar alþingismanns um áform um Bakkahöfn

Í viðtali sem flutt var á Rás 1 ríkisútvarpsins sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn greindi Grétar Mar Jónsson alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi frá viðhorfum sínum og skoðunum til áforma um að bæta samgöngur milli Vestmannaeyja og lands með því að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru og halda úti ferju í siglingum milli Vestmannaeyjahafnar og Bakka. Alþingismaðurinn […]

Svekkelsi og paprikur

Það var frekar svekkjandi að vera ekki með í leiknum um helgina. Bæði vegna þess að liðin tvö sem mættust, Hannover og Hamburg eru erkióvinir, og tveir af mínum bestu vinum voru hér í heimsókn og komu á leikinn. Strákarnir sem komu til mín eru báðir æskufélagar úr Vestmannaeyjum. Annar þeirra hefur komið nokkrum sinnum […]

Eyjastemning hjá Toyota á laugardaginn

Næstkomandi laugardag klukkan 12:00 opnar í húsnæði Toyota Nýbílavegi sýning á ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar. Sigurgeir er sá einstaklingur sem hefur náð að skrásetja á filmu sögu eyjanna síðustu áratugi og er talið að ljósmyndasafn hans teljist í milljónum mynda. Sigurgeir hefur haft sérstakan áhuga á óviðjafnalegri fegurð náttúru Vestmannaeyja, dýra- og fuglalífi þeirra og fjölbreytilegu […]

Hvar er ég búinn að vera ?

En já, Þjóðhátíðin var snilld, ein sú best held ég bara. Allt sem VKB kom nálægt þessa hátíðina heppnaðist með eindæmum vel. Vitavígslan var snilld, djammið í tjaldinu eftir vígslu var snilld og held ég allt annað hafi bara líka verið snilld, með hápunktum eins og því þegar við stigum á svið með Logunum og […]

2. flokkur karla: Bikardraumurinn búinn

Strákarnir í 2. flokki töpuðu í gær fyrir Þórsurum í undanúrslitum bikarsins en leikurinn fór fram á Akureyri. Þórsarar leika í B-riðli en ÍBV í C-riðli og Þórsarar því taldir sigurstranglegri. Strákarnir okkar voru þó ekkert á því, mættu gífurlega vel stemmdir til leiks og gáfu Þórsurunum ekkert eftir. Leikurinn var í járnum nær allan […]

Áhrifamikil Surtseyjarsýning

Surtsey, eyjan sem braust fram í eldgosi frá 1963 til 1967, hefur af Íslands hálfu verið tilnefnd til heimsminjaskrár UNESCO yfir náttúruminjar. Þingvellir eru einu íslensku náttúruminjarnar sem komist hafa á skránna. Í Þjóðmenningarhúsi fer nú fram merkilega margmiðlunarsýning á sögu eyjunnar. Sýningin var hönnuð af þeim Hjörleifi Stefánssyni og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur fyrir Náttúrufræðistofnun […]

Frábært að finna þennan jákvæða anda frá Eyjum

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja. Að þessu sinni heyrðum við í Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ og fengum að heyra hvað hann leggur til. Spurningin er sú sama og áður: Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.