Þetta eru engir “nammipeningar”

Í hvaða farvegi eru þessir 3.6 milljarðar sem Vestmannaeyjabær fékk fyrir Hitaveitu Suðurnesja ? Lokagreiðsla hefur þegar borist Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjabær er nú að fara yfir stöðuna. Hvaða möguleika er verið að skoða ? Eins og gefur að skilja var höfuð áhersla lögð fjárvörslu um leið og greiðslur bárust enda mikilvægt að ávaxta féð sem […]

Þjóðhátíðarnefnd þakkar fyrir sig

Þjóðhátíðarnefnd þakkar öllum þeim fjölda sjálfboðaliða og starfsmanna, sem lagt hafa ÍBV lið, á Þjóðhátíð 2007. Það er samdóma álit allra, hvort sem um er að ræða flutningsaðila, lögreglu eða aðra þá, sem að þessu koma, að einstaklega vel hafi til tekist í ár. Síðast en ekki síst vill Þjóðhátíðarnefnd 2007, þakka öllum þeim frábæru […]

Uppgjör eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2007.

Nokkur fjöldi Þjóðhátíðargesta var í Vestmannaeyjum í gærkveldi og var talsverð ölvun á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal í nótt.  Einn gisti fangageymslur lögreglu vegna ölvunar.  Tjaldgestir gerðu sér að leik að kveikja í tjöldum í dalnum og er það að verða árviss hegðun þeirra að lokinni hátíðinni, enda margir sem hreinlega skilja allan sinn búnað eftir […]

Baðdagur hjá VKB

Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda er líklega einn besti og hugmyndaríkasti þjóðhátíðarhópur sem sögur fara af, og þeir framkvæma það sem þeim dettur í hug. Síðasta laugardag ákváðu þeir bræður að skella kari með heitu vatni fyrir utan húsið Gimli við Kirkjuveg. Með þessu var bræðrafélagið búið að koma sér upp heitum potti. Vakti þessi baðdagur […]

Þjóðhátíð í eyjum 2007

Þá er einni stærstu og veðursælustu þjóðhátíð lokið, veðrið lék við hvern sinn fingur og aðstæður í Herjólfsdal eins og þær gerast bestar. Umgjörðin sem að þjóðhátíðarnefnd og hennar sjálfboðaliðar hafa skapað í kringum þessa hátíð er mögnuð og er umgjörðin eitt af því sem gerir þjóðhátíðina vinsælustu útihátíð á Íslandi ár eftir ár. Yfir […]

Dagur 183 ár 4 (dagur 1245, færzla nr. 571):

Þetta er svona á öllum sviðum. Sem betur fer er ekki enn farið að stunda vopnaleit á vellinum. Það yrði alveg til að fara með þetta, því hver borgar? Jú, farþegarnir. Og þeim mun finnast svo gaman að borga meira en 8000 fyrir far og gegnumlýsingu, og að rótað sé í farangrinum hjá því. Vegna […]

Kveikt í tjöldum í Herjólfsdal

Ölvuð ungmenni skemmtu sér við það í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í nótt að brenna tjöld sem þjóðhátíðargestir höfðu skilið eftir. Dæmi munu vera um að gestir hátíðarinnar hafi kvartað yfir því að tjöldum sínum hafi verið stolið, og er talið að þau tjöld kunni að hafa lent á bálinu. Ungmennin munu flest hafa átt far […]

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Þjóðhátíð í nótt

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja rétt fyrir klukkan 5 í nótt til að sækja mann sem hafði verið fluttur á sjúkrahúsið með höfuðáverka eftir slys og í framhaldi var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, að sögn lögreglunnar í Eyjum. (meira…)

Ellefu fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíð

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir, að 11 fíkniefnamál hafi komið upp á þjóðhátíðinni um helgina, sem var með þeim fjölmennari, sem haldin hefur verið. Talið er að um 10 þúsund manns hafi tekið þátt í kvöldvöku í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Árni Johnsen stýrði brekkusöng. Lögreglan segir að fíkniefnamálin í ár séu mun færri en undanfarin […]

Vel gengur að koma þjóðhátíðargestum frá eyjum

Það er sól og blíða í Vestmannaeyjum og vel gengur að koma þjóðhátíðargestum frá eyjum. Flugfélag Vestmannaeyja og Flugfélag Íslands fljúga í allan dag og Herjólfur siglir þrjár ferðir. Góð þjóðhátíðarstemning er ríkjandi á flugvellinum og er það mál manna að þjóðhátíðargestir hafi verið sér og þjóðhátíðinni til sóma yfir helgina. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.