ÍBV fær markakóng
8. ágúst, 2007

ÍBV hefur samið við tvo erlenda leikmenn til þess að styrkja liðið fyrir átökin á komandi leiktíð í úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Annar þeirra er lettnesk skytta og heitir hann Janis Grisnavos. Um er að ræða ungan leikmann sem Eyjamenn binda nokkrar vonir við, þar sem Grisnavos varð markakóngur í efstu deild í Lettlandi á síðustu leiktíð. Grisnavos fagnar tuttugu og eins árs afmæli í dag. Hann gerir tveggja ára óuppsegjanlegan samning við Eyjamenn.

Hinn leikmaður sem um ræðir heitir Nikolaj Kulikov og er 28 ára gamall línumaður frá Rússlandi. Hann lék í efstu deild í heimalandinu. ÍBV komst upp í úrvalsdeildina síðastliðið vor ásamt Aftureldingu, og Litháinn Gintaras Savukynas mun stýra liðinu áfram. Óvíst er hvort línumaðurinn leikreyndi, Svavar Vignisson, geti leikið með ÍBV í vetur og annar ekki síður reyndur línumaður, Erlingur Richardsson, er fluttur upp á land. Þá er Remigius Cepulis farinn frá félaginu. Hins vegar er ljóst á þessum liðsstyrk að Eyjamenn hafa síður en svo lagt árar í bát og verða það að teljast góð tíðindi fyrir handknattleikinn á Íslandi.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst