Fraktskipið farið frá Eyjum

fraktskip_opf

Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt sigldi frá Eyjum á fjórða tímanum í dag. Skipið heldur leið sinni áfram til Rotterdam. Krafist er farbanns yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. Héraðsdóm­ur Reykja­ness er með far­banns­kröfu á skip­stjóra og þann stýri­mann sem var á vakt til meðferðar. Óskar Pétur […]

„Listi af tækifærum til nýsköpunar“

_DSC0260 l

Nú er opið fyrir umsóknir um nýtt starf. Starf nýsköpunarstjóra Uppsjávariðnaðarins. Að sögn Tryggva Hjaltasonar, sem hefur umsjón með ráðningu er starfið unnið á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja og verður staðsett í Vestmannaeyjum, en í nánu samstarfi við Félag Uppsjávariðnaðarins. Þetta stór minnkar stærsta óvissulið frumkvöðulsins „Í félagi Uppsjávariðnarins eru mörg af stærstu og öflugustu fyrirtækjum […]

30 umsóknir bárust

Ráðhús_nær_IMG_5046

Vestmannaeyjabær auglýsti í apríl eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?” Um er að ræða síðari úthlutun fyrir árið 2024. Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn. Fram kemur í fundargerð […]

Eyjafréttir og Eyjar.net sameinast

DSC_0840

Tímamót urðu í sögu fjölmiðlunar í Vestmannaeyjum í dag þegar tveir rótgrónustu miðlar bæjarins, Eyjar.net og Eyjafréttir sameinuðust. Með því gengur félagið ET miðlar inn í Eyjasýn og var samruninn samþykktur á aðalfundi Eyjasýnar í dag. Ritstjórn verður sameiginleg, sem Ómar Garðarsson og Tryggvi Már Sæmundsson stýra. Blaðið Eyjafréttir verður gefið út með sama fyrirkomulagi […]

Þrír skipverjar í haldi lögreglu

Rússneskur skipstjóri fraktskipins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska norðvestur af Garðskaga í nótt. Haft er eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum á Vísi að auk skipstjórans séu fyrsti og annar stýrimaður einnig í haldi. Yfirheyrslur fara fram. Strandveiðibáturinn Hadda HF var að öllum líkindum siglt niður af […]

Fundu lunda á götunni

DSC_0786

Starfsfólk Marhólma fundu umkomulausan lunda á götunni fyrir framan fyrirtæki sitt í dag. Þau voru fljót að koma lundanum fyrir í kassa og eftir smá upplýsingar hjá ljósmyndara ætluðu þau að sleppa lundanum í frelsi sitt við sjóinn. (meira…)

Rausnarleg gjöf Líknar til HSU

DSC_0798

Kvenfélagið LÍKN afhenti í dag ný sjónvörp við hvert rúmstæði og á seturstofur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum. Sjónvörpin eru með nýju hótelkerfi sem auðveldar afþreyingar möguleika þeirra sem þar liggja inni. Í tilkynningu frá Kvenfélaginu segir að Gyða Arnórsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hafi veitti tækjunum viðtöku fyrir hönd sjúkradeildarinnar. Sjónvörpin eru 20 talsins og […]

Fært niður á óvissustig

Vatnsleidsla_Bakka.jpg

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Almannavarna. Þegar hættustigi var lýst yfir 29. nóvember 2023 lá umfang tjóns ekki fyrir en við skoðun komu í […]

Fetaði í fótspor föður síns

Danni_ellert_IMG_5049

Við sögðum frá því í byrjun vikunnar að 6. flokkur ÍBV hafi tryggt sér Íslandsmeistartitilinn í handbolta um helgina. Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV á son í liðinu, Daníel Gauta. „Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með þessum strákum í vetur. Ekki nóg með það að þeir séu efnilegir handboltamenn þá er framkoma þeirra […]

1. bekkingar fengu hjálma frá Kiwanis

IMG_6075

Í morgun fór fram afhending á reiðhjólahjálmum til handa 1. bekkingum GRV í Hamarsskóla. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að  þetta sé landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar, sem staðið hafi frá árinu 2003. En upphafið má rekja til ársins 1990 þegar Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri hóf að gefa hjálma. Í kjölfarið bættust klúbbar við þangað til þetta var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.