Rússneskur skipstjóri fraktskipins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska norðvestur af Garðskaga í nótt. Haft er eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum á Vísi að auk skipstjórans séu fyrsti og annar stýrimaður einnig í haldi. Yfirheyrslur fara fram.
Strandveiðibáturinn Hadda HF var að öllum líkindum siglt niður af fraktskipinu Longdawn út af Garðskaga í nótt. Skemmdir eru á strandveiðibátnum eftir perustefni skipsins og augljósar skemmdir eru sjáanlegar á perustefni skipsins. Það var á leið til Evrópu en var vísað til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem lögregla tók á móti því.
https://eyjar.net/stefni-flutningaskipsins-laskad/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst