Fyrstu stigin í hús

fagn_med_logo_fotbol-2.jpg

ÍBV sýndi hvað í þeim býr í sannfærandi sigri liðsins á Þrótti Reykjavík á Hásteinsvelli í kvöld. Eyjamenn komust yfir strax á annari mínútu leiksins þegar Sverrir Páll Hjaltested setti boltann í netið. Oli­ver skoraði síðan tvö mörk fyr­ir hlé og full­komnaði þrenn­una í byrj­un síðari hálfleiks. Lokatölur leiksins voru 4-2. ÍBV er þá komn­ir […]

Samþykkt að kanna hug íbúa

nyja_hraun_apr_24_min

Framtíðaruppbygging og lóðaframboð í Vestmannaeyjum var meðal erinda á síðasta bæjarstjórnarfundi. Þar fór Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs aftur yfir undirbúning og vinnu við aðalskipulag til framtíðar og forsendur þess að mikilvægt væri að fara af stað í þessa vinnu. Forsaga málsins er sú að á þarsíðasta fundi bæjarstjórnar voru eftirfarandi tvær tillögur […]

ÍBV sektað vegna hegðunar á­horf­enda

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild ÍBV vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins í Kaplakrika á dögunum. Fram kemur í fundargerð aganefndar að erindi hafi borist frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla var vísað til aganefndar. Fram kemur að athugasemdir hafi borist frá ÍBV fyrir fundinn. […]

Hlutu viðurkenningu hins opinbera

bessastadir-1536x940-1

Þrjú verkefni hlutu Nýsköpunarverðlaun hins opinbera árið 2024 sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar í opinberri starfsemi. Alls bárust vel á fjórða tug tilnefninga en dómnefnd skipuðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, segir í frétt á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg og Vestmannaeyjabær hlutu sameiginlega viðurkenningu fyrir verkefni varðandi […]

Fyrsti heimaleikur ÍBV í deildinni

Hemmi_hr

Fjórir leikir eru á dagskrá annarar umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Eyjamenn leika þá sinn fyrsta heimaleik í deildinni. Andstæðingarnir eru Þróttur Reykjavík. ÍBV tapaði í fyrstu umferð gegn Dalvík/Reyni á meðan Þróttarar gerðu jafntefli gegn Þór. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í kvöld. Leikir dagsins í Lengjudeildinni: (meira…)

Hörður Orri nýr formaður ÍBV

hordur_orri_tm

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn í kvöld. Þar bar hæst formannsskipti hjá félaginu. Áður hafði Sæunn Magnúsdóttir, formaður aðalstjórnar tilkynnt um að hún hygðist láta af formennsku hjá félaginu. Á fundinum var Hörður Orri Grettisson kjörinn nýr formaður aðalstjórnar. Hörður þekkir ágætlega til innan félagsins en hann var áður framkvæmdastjóri félagsins auk þess að sitja í […]

Fjölmennt á útifundi hjá Jóni Gnarr

Það var vel mætt á framboðsfund Jóns Gnarr sem haldinn var fyrir utan Tangann í dag. Á þriðja hundrað manns voru viðstaddir fundinn. Jón hélt stutta ræðu í upphafi og í kjölfarið tók Tvíhöfði við. Þar tóku þeir félagar Jón og Sigurjón Kjartansson nokkur vel valin lög og enduðu á framboðslagi Jóns. Myndasyrpu frá fundinum […]

The Puffin Run á 5 mínútum

DSC_9589

The Puffin Run var haldið um síðustu helgi. Metþáttaka var í hlaupinu. Hér að neðan má sjá hlaupið gert upp í flottu myndbandi Haldórs B. Halldórssonar. Sjón er sögu ríkari. https://eyjar.net/vedrid-lek-vid-hlauparana-myndir/ (meira…)

Vel heppnað kvöld hjá ÍBV

DSC_0404

Í gær voru haldin glæsileg konu- og karlakvöld knattspyrnudeildar ÍBV. Konurnar skemmtu sér á Háaloftinu þar sem Jónsi hélt uppi stuðinu. Á meðan komu karlarnir sér fyrir í Kiwanishúsinu og þar sáu þeir Sigmundur Davíð og Brynjar Níelsson um að halda uppi aga á karlpeningnum. Borðin svignuðu svo undan glæsilegum kræsingum sem á borð voru […]

Fór yfir stöðuna í stjórnmálunum

DSC_0313

Í gær var stjórnmálafundur í Eyjum með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Þar fór Sigmundur Davíð yfir stöðuna í stjórnmálunum í dag og auk þess að svara spurningum úr sal. Fundurinn var líflegur og fékk Sigmundur fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum um hin ýmsu mál. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Akóges og smellti meðfylgjandi myndum frá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.