Það var vel mætt á framboðsfund Jóns Gnarr sem haldinn var fyrir utan Tangann í dag. Á þriðja hundrað manns voru viðstaddir fundinn.
Jón hélt stutta ræðu í upphafi og í kjölfarið tók Tvíhöfði við. Þar tóku þeir félagar Jón og Sigurjón Kjartansson nokkur vel valin lög og enduðu á framboðslagi Jóns. Myndasyrpu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst