Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn í kvöld. Þar bar hæst formannsskipti hjá félaginu. Áður hafði Sæunn Magnúsdóttir, formaður aðalstjórnar tilkynnt um að hún hygðist láta af formennsku hjá félaginu.
Á fundinum var Hörður Orri Grettisson kjörinn nýr formaður aðalstjórnar. Hörður þekkir ágætlega til innan félagsins en hann var áður framkvæmdastjóri félagsins auk þess að sitja í þjóðhátíðarnefnd. Þá kemur Valur Smári Heimisson einnig nýr inn í stjórn.
Ný aðalstjórn er þannig skipuð: Hörður Orri, Bragi Magnússon, Örvar Omrí, Kristín Laufey Sæmundsdóttir og Valur Smári Heimisson. Varamenn: Þóra Guðný Arnardóttir og Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir.
Að sögn Ellerts Scheving Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV var fundurinn með rólegasta móti og ekkert utan hefbundinna atriða samþykkt á fundinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst