„Þetta kvöld verður góð bíómynd“

Þeir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir í VÆB eru bræður úr Kópavogi sem hafa verið í tónlist allt sitt líf og slógu rækilega í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2024 með lagið sitt Bíómynd. Þeir stíga á stokk á kvöldskemmtuninni á Vigtartorgi í kvöld beint á eftir eyjamærunum Unu og Söru. Síðar um kvöldið mun […]

Gærkvöldið úr linsu Óskars Péturs

Það var rífandi stemning í Höllinni og Eldheimum í gærkvöldi og Óskar Pétur Friðriksson festi hana á filmu. í Höllinni voru Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ með þátttökutónleika. Þar voru flutt bæði eldri Eyjalög en tvö ný sem kráfust bæði virkrar þátttöku áhorfenda. Í Eldheimum hljómaði tónlist frá eldfjallaeyjum svo sem […]

Myndband frá miðbæjarfjörinu

Hátt í þriðja tug dagskráliða stóð gestum Goslokahátíðar til boða í dag og var bærinn fullur af lífi. Halldór B. Halldórsson var á staðnum og festi miðbæjarfjörið á myndband. Þar má sjá börn við leik og lifandi tónlist í boði Landsbankans. (meira…)

Fylltu skipið af karfa á 30 tímum

20220816_bergur_tm_min

Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn með fullfermi af karfa að aflokinni stuttri veiðiferð. rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig veiðin hefði gengið. ,,Hún gekk býsna vel. Það var jöfn og góð veiði. Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið […]

„Laumufarþegi“ um borð í skemmtiferðaskipi

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum laumaði sér um borð skemmtiferðaskipsins Scenic Eclipse fyrr í dag. Hvort það hafi verið fyrir forvitnissakir eða annað er ekki vitað. „Eina sem við vitum er að þetta er útlendingur sem býr í Eyjum og ákvað að kíkja um borð en var stuttu síðar vísað frá borði. Lögregla var ekki kölluð […]

Veisla í fótboltanum í dag

skilti_ibv

Tveir leikir í Lengjudeild karla og kvenna í knattspyrnu fara fram á Hásteinsvelli í dag. Strákarnir eiga leik gegn Leikni kl. 15:15 og taka því næst stelpurnar á móti liði Aftureldingar kl. 18:00. Strákarnir sitja í 3. sæti með 16 stig það sem af er sumri, en Leiknir í því sjöunda með 12. stig. Stelpurnar […]

Laxey lýkur 900 milljóna hlutafjárútboði

laxey_seidast_laxey_is_cr

Félagið hefur nú undirbúning að áfanga tvö í áframeldi á laxi í Vestmannaeyjum Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk nýlega 900 milljóna króna viðbótar hlutafjáraukningu, sem verður nýtt til að hefja undirbúning á öðrum áfanga í uppbyggingu á landeldi félagsins. Áfangi tvö mun bæta 4.500 tonna framleiðslu á laxi við […]

Miðasölu félagsmanna lýkur í dag

Afsláttur félagsmanna á Þjóðhátíðarmiðum rennur út á miðnætti í dag, föstudaginn 5. júlí. Því er um að gera að tryggja sér miða fyrir sig og sína sem fyrst. Ef að vandræði koma upp við miðakaup þá bendir ÍBV á að hafa samband við Tix miðasölu í gegnum tix@info.is eða í síma 551-3800. Miðasala er á […]

Myndasyrpa frá gærdeginum

Miðbærinn iðaði af lífi á fimmtudegi gosloka í gær. Hátíðargestir höfðu í nógu að snúast að mæta á alla þá viðburði sem þeim stóðu til boða. Í Einarsstofu var til sýningar úrval verka Stórvals, Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, sem lést fyrir 30 árum í sumar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, opnaði sýninguna og minntist […]

Líflegt í bænum í dag

Hátíðarhöld gosloka héldu áfram í Vestmannaeyjabæ í dag og stóð fjöldinn allur af fjölbreyttum viðburðum gestum til boða. Halldór B. Halldórsson fer með okkur um bæinn í myndbandi hér að neðan. Þar má meðal annars fylgjast með börnunum sem gáfu vegg við Tangagötu nýtt líf undir stjórn Gunna Júl, hinum ýmsu sýningum, og Sunnu spákonu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.