„Þetta kvöld verður góð bíómynd“

Þeir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir í VÆB eru bræður úr Kópavogi sem hafa verið í tónlist allt sitt líf og slógu rækilega í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2024 með lagið sitt Bíómynd. Þeir stíga á stokk á kvöldskemmtuninni á Vigtartorgi í kvöld beint á eftir eyjamærunum Unu og Söru. Síðar um kvöldið mun […]

Gærkvöldið úr linsu Óskars Péturs

Það var rífandi stemning í Höllinni og Eldheimum í gærkvöldi og Óskar Pétur Friðriksson festi hana á filmu. í Höllinni voru Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ með þátttökutónleika. Þar voru flutt bæði eldri Eyjalög en tvö ný sem kráfust bæði virkrar þátttöku áhorfenda. Í Eldheimum hljómaði tónlist frá eldfjallaeyjum svo sem […]

Myndband frá miðbæjarfjörinu

Hátt í þriðja tug dagskráliða stóð gestum Goslokahátíðar til boða í dag og var bærinn fullur af lífi. Halldór B. Halldórsson var á staðnum og festi miðbæjarfjörið á myndband. Þar má sjá börn við leik og lifandi tónlist í boði Landsbankans. (meira…)

Fylltu skipið af karfa á 30 tímum

20220816_bergur_tm_min

Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn með fullfermi af karfa að aflokinni stuttri veiðiferð. rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig veiðin hefði gengið. ,,Hún gekk býsna vel. Það var jöfn og góð veiði. Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið […]

„Laumufarþegi“ um borð í skemmtiferðaskipi

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum laumaði sér um borð skemmtiferðaskipsins Scenic Eclipse fyrr í dag. Hvort það hafi verið fyrir forvitnissakir eða annað er ekki vitað. „Eina sem við vitum er að þetta er útlendingur sem býr í Eyjum og ákvað að kíkja um borð en var stuttu síðar vísað frá borði. Lögregla var ekki kölluð […]

Veisla í fótboltanum í dag

skilti_ibv

Tveir leikir í Lengjudeild karla og kvenna í knattspyrnu fara fram á Hásteinsvelli í dag. Strákarnir eiga leik gegn Leikni kl. 15:15 og taka því næst stelpurnar á móti liði Aftureldingar kl. 18:00. Strákarnir sitja í 3. sæti með 16 stig það sem af er sumri, en Leiknir í því sjöunda með 12. stig. Stelpurnar […]

Laxey lýkur 900 milljóna hlutafjárútboði

laxey_seidast_laxey_is_cr

Félagið hefur nú undirbúning að áfanga tvö í áframeldi á laxi í Vestmannaeyjum Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk nýlega 900 milljóna króna viðbótar hlutafjáraukningu, sem verður nýtt til að hefja undirbúning á öðrum áfanga í uppbyggingu á landeldi félagsins. Áfangi tvö mun bæta 4.500 tonna framleiðslu á laxi við […]

Miðasölu félagsmanna lýkur í dag

Afsláttur félagsmanna á Þjóðhátíðarmiðum rennur út á miðnætti í dag, föstudaginn 5. júlí. Því er um að gera að tryggja sér miða fyrir sig og sína sem fyrst. Ef að vandræði koma upp við miðakaup þá bendir ÍBV á að hafa samband við Tix miðasölu í gegnum tix@info.is eða í síma 551-3800. Miðasala er á […]

Myndasyrpa frá gærdeginum

Miðbærinn iðaði af lífi á fimmtudegi gosloka í gær. Hátíðargestir höfðu í nógu að snúast að mæta á alla þá viðburði sem þeim stóðu til boða. Í Einarsstofu var til sýningar úrval verka Stórvals, Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, sem lést fyrir 30 árum í sumar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, opnaði sýninguna og minntist […]

Líflegt í bænum í dag

Hátíðarhöld gosloka héldu áfram í Vestmannaeyjabæ í dag og stóð fjöldinn allur af fjölbreyttum viðburðum gestum til boða. Halldór B. Halldórsson fer með okkur um bæinn í myndbandi hér að neðan. Þar má meðal annars fylgjast með börnunum sem gáfu vegg við Tangagötu nýtt líf undir stjórn Gunna Júl, hinum ýmsu sýningum, og Sunnu spákonu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.