Tveir leikir í Lengjudeild karla og kvenna í knattspyrnu fara fram á Hásteinsvelli í dag. Strákarnir eiga leik gegn Leikni kl. 15:15 og taka því næst stelpurnar á móti liði Aftureldingar kl. 18:00.
Strákarnir sitja í 3. sæti með 16 stig það sem af er sumri, en Leiknir í því sjöunda með 12. stig. Stelpurnar eru í því áttunda með 10 stig á meðan Afturelding situr í 2. sæti deildarinnar með 19 stig úr níu leikjum, rétt á eftir liði FHL.
Miðasala verður á staðnum. Týsheimilið opnar klukkustund fyrir leiknum gegn Leikni, en þar verður hægt að kaupa hamborgara og drykk á sértilboði.
Þá mætast KFS og Árborg í 4. deild karla klukkan 19:00 á Týsvelli.
Uppfært: Lengjudeild karla er á morgun, laugardag, klukkan 15:15 á Hásteinsvelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst