Viljayfirlýsing um nýja tækni ölduvirkjana

hafafl_unirrit_vestm_is

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Eyvar Örn Geirsson, framkvæmdastjóri Haf-Afls undirrituðu í lok síðasta mánaðar viljayfirlýsingu fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og Haf-Afls sem lýtur að því að kanna forsendur og hagkvæmni fyrir uppsetningu ölduvirkjana við Vestmannaeyjar. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að um sé að ræða nýja tækni þar sem tilgangurinn er að tryggja samfélögum raforkuöryggi […]

Ein athugasemd barst

ithrotta-6.jpg

Breytt deiliskipulag við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nú í vikunni. Á fundinum var lögð fram til samþykkis – að lokinni auglýsingu – tillaga að breyttu deiliskipulagi Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir búningsklefa norðan við íþróttasal. Ein athugasemd barst vegna málsins frá Haraldi Pálssyni, […]

Vorhátíð Landakirkju

vorhatid__landak

Árleg uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar, Vorhátíð Landakirkju fer fram á sunnudagsmorgun 5. maí nk. kl. 11:00. Um er að ræða fjölskyldumessu þar sem tónlistin veður fyrirferðamikil í bland við það fjör sem einkennir sunnudagaskólann. Að lokinni messunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og prins, segir í frétt á vef Landakirkju. (meira…)

Viljayfirlýsing um úrlausn ágreinings

vatnslo_08_opf

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa í tvo vinnuhópa samkvæmt viljayfirlýsingunni, segir í bókun bæjarráðs. Í niðurstöðu segir að bæjarráð […]

Skipuleggjum til framtíðar

yfir_bæ_opf_g

Ekki hefur farið framhjá  neinum sú mikla og fjölbreytta uppbygging sem hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Slík uppbygging hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og á sama tíma er það áskorun fyrir sveitarfélagið að hafa fjölbreytt framboð af lóðum. Í dag eru einungis 16 einbýlishúsalóðir lausar en engar lóðir fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir […]

Ekkert svar frá Orkustofnun

HS_veitur_IMG_4507

Vestmannaeyjabær sendi erindi þann 25. mars sl. til Orkustofnunar og orkumálaráðuneytis, skv. ósk bæjarstjórnar, þar sem beðið var um rökstuðning og upplýsingar sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni sl. mánuði upp á samtals 33%. Orkumálaráðuneytið vildi kanna hjá HS Veitum hvort það bryti mögulega í bága við upplýsingalög að […]

Hegðun stuðningsmanna ÍBV vísað til aganefndar

DSC_8513

Í úrskurði aganefndar HSÍ frá 30. apríl sl. segir að erindi hafi borist frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla er vísað til nefndarinnar. Með tilvísun til 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er handknattleiksdeild ÍBV gefið færi á að skila inn athugasemdum sínum […]

Strandveiðar hafnar

IMG_0272.jpg

Mikið hefur verið um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun, á fyrsta degi strandveiðanna. Klukkan tíu voru á níunda hundrað skip og bátar í fjareftirliti hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Á vef Landhelgisgæslunnar er það áréttað að allir bátar sem fara til strandveiða þurfa að tilkynna Landhelgisgæslunni brottför til hafnar á VHF rás 9 eða með […]

Tvær frá ÍBV til æfinga með U-15

ksi_bolti

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U-15 hjá KSÍ, hefur valið Íseyju Maríu Örvarsdóttur og Kristínu Klöru Óskarsdóttur til að taka þátt í úrtaksæfingum U-15 dagana 9. og 10. maí nk. Æft verður á AVIS vellinum í Laugardal þann 9. maí en staðsetning fyrir seinni daginn verður kynnt í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt á […]

Ber vitni um mikla nýsköpun og öflugt markaðsstarf

bjarkey_barca_stjr

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra heimsótti nýverið Seafood Expo Global í Barcelona. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og setti nýtt aðsóknarmet í ár, rúmlega 35.000 gestir mættu ásamt sýnendum frá 87 löndum, þar af voru um 1.000 þátttakendur frá íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Á sýningunni hitti ráðherra hitti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.