Rustan verður forstöðumaður fiskeldis
3. maí, 2024
rustan-laxey_is_cr
Rustan Lindquist. Ljósmynd/laxey.is

Búið er að ráða í starf forstöðumanns fiskeldis hjá Laxey. Fram kemur á vefsvæði fiskeldis-fyrirtækisins að Rustan Lindquist hafi verið ráðinn í stöðuna.

„Rustan mun hefja störf 1. september en mun þangað til verða í ráðgjafar hlutverki varðandi tæknilega hönnun og áætlanir. Þekking og reynsla sem Rustan hefur á sviði fiskeldis mun hjálpa Laxey mikið við að ljúka fyrsta áfanga í uppbyggingu sinni. Undanfarin 2 ár hefur Rustan verið í fararbroddi 3 stórra verkefna samtímis gegnum fyrirtækið sitt RAS 365 AB.
Það er frábært að hafa fengið Rustan í LAXEY liðið og er ráðning hans mikilvægt skref í átt að markmiðum okkar.“

segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst