Lena María í fyrsta sæti
3. maí, 2024
Lena María Magnúsdóttir. Ljósmyndir/vestmannaeyjar.is

Lena María Magnúsdóttir var í fyrsta sætið í upplestrarkeppninni Röddinni. Lokahátíð Raddarinnar var haldin í Safnaðarheimilinu við Dynskála á Hellu þann 30. apríl sl.

Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að það hafi verið Grunnskólinn á Hellu sem hélt utan um undirbúning og framkvæmd lokakeppninnar í ár. Keppendurnir komu frá Grunnskóla Vestmannaeyja, Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Hvolsskóla, Grunnskólanum á Hellu og Laugalandi.

Fyrir hönd GRV kepptu Erla Hrönn Unnarsdóttir, Lena María Magnúsdóttir og Tómas Ingi Guðjónsson og stóðu þau sig með mikilli prýði. Eins og áður segir varð Lena María í fyrsta sætið er henni óskað hjartanlega til hamingju, á vef Vestmannaeyjabæjar.

Fulltrúar GRV.

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst