Gleðilegt sumar!

Eidi_nordan_skemmtiferdaskip_20220816

Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Veturinn sem nú kveður var sá kaldasti í aldarfjórðung á Íslandi. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum […]

ÍBV og FH mætast öðru sinni

DSC_4953

Annar leikur í undanúrslita-einvígi ÍBV og FH verður leikinn í dag. Leikið er í Eyjum en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir FH-inga. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitin. Leikurinn hefst klukkan 17.00 en “Fanzon” opnar kl. 15:30. Hamborgarar og veigar frá Ölgerðinni, segir í tilkynningu frá handknattlieksdeild ÍBV. (meira…)

Bikarslagur á Hásteinsvelli

Hemmi_hr

ÍBV tekur í dag á móti Grindavík í 32-liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Bæði lið eru í Lengjudeildinni og má því búast við baráttuleik í dag. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 14.00 í dag. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn má benda á að leikurinn verður í beinni á RÚV. (meira…)

Malbikað í botni

malbik_botn_fridarh_skjask_hbh_loftmynd_24_min

Langþráðar malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna daga í botni Friðarhafnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ á þessum framkvæmdum að ljúka í dag. Halldór B. Halldórsson myndaði framkvæmdirnar í Friðarhöfn í dag. Sjón er sögu ríkari! https://eyjar.net/malbikad-i-eyjum/ (meira…)

„Lífið er meira en sjómennska“

Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar eru stutt viðtöl við nokkra starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga. Í dag var birt viðtal við Ríkharð Zoёga Stefánsson kokk á Bergi VE á vef Síldarvinnslunnar. Ríkharður Zoëga Stefánsson er Reykvíkingur sem kom fyrst til Vestmannaeyja 14 ára gamall. Þá bjó hann hjá systur sinni í Eyjum. Hann fór aftur til Reykjavíkur […]

Dýrmætt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar

vidlagafj_03_24_hbh_2

Á mánudaginn var greint frá því að fiskeldisfyrirtækið Laxey hafi lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Meðal nýrra hluthafa er Blue Future Holding sem er leiðandi fjárfestir í útboðinu. Einnig Nutreco, Seaborn, Kjartan Ólafsson og öflugt hollenskt sjávarútvegsfyrirtæki ásamt lífeyrissjóðum. Fram kom í tilkynningu […]

Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu til Kauphallarinnar. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði […]

13 borholur í fyrsta áfanga

laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131

Vinna við borholurnar í Viðlagafjöru heldur áfram. Tilgangur borholanna er að veita Laxey jarðsjó fyrir áframeldið. Það er fyrirtækið Árni ehf. sér um að bora holurnar fyrir Laxey, en samið var um verkið í fyrra. https://eyjar.net/samid-um-sjoborun/ Fram kemur í frétt á heimasíðu Laxeyjar að undanfarnar vikur og mánuði hafi menn frá Árna verið í Viðlagafjöru […]

„Blússandi veiði”

vestmannaey_londun_280323

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í gær. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Rætt er stuttlega við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar, en þeir létu vel af sér. […]

Minning: Jóhann Bjarnason

Untitled (1000 x 667 px) (4)

Jóhann Bjarnason, 56 módel minning. Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.