„Kolmunnaveiðar ganga mjög vel, veiðin hefur verið mjög góð þannig að túrarnir hafa verið stuttir.“ Þetta segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við Eyjar.net.
Hann segir að búið sé að taka á móti ca. 10.000 tonnum hjá Vinnslustöðinni. „Sighvatur er í sínum síðasta túr. Verið er að landa úr Gullberg og hann fer svo í slipp og síðan fer Huginn einn túr til viðbótar en þeir bíða löndunar.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst