Vorboðinn ljúfi mættur til Eyja

Lóan er komin til Eyja. Leó Snær Sveinsson sá nokkra vorboða suður á eyju í dag. Baltasar Hrafn sonur hans náði neðangreindri mynd í gegnum kíkinn sinn. Lóan er talin einn helsti vorboðinn hér á landi þar sem jafnan er vísað í ljóð Páls Ólafssonar; „Lóan er komin“ sem hlusta má á í spilaranum hér að […]
Afmælisrit Lions

Núna hafa Lionsmenn lokið við að bera út í hvert hús fimmtíu ára afmælisrit Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Ef einhverjir hafa ekki fengið blaðið inn til sín eða vantar fleiri eintök, þá endilega hafið samband við okkur í Lions. Hægt er að hafa samband við Sigmar í síma 864 0520 eða Ingimar í síma 897 7549, segir […]
Andlát: Margrét Jenný Gunnarsdóttir

(meira…)
Minnisvarðinn á Eldfelli mikið mannvirki

Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að í ljósi verulegra tafa á framkvæmd og afhendingu minnisvarða í tilefni hálfrar aldar afmælis Heimaeyjargossins sem nú er liðið, yfirvofandi óafturkræfs inngrips í dýrmæta náttúru Vestmannaeyja og fyrirsjáanlegs vaxandi framkvæmdakostnaðar leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að staldrað verði við. Ekki […]
Þurfum að hugsa út fyrir boxið

Áform bæjaryfirvalda um breytt skipulag á hraunsvæðinu fyrir framan Ystaklett hefur vakið mikil og hörð viðbrögð meðal bæjarbúa. Innsiglingin, sem hingað til hefur vakið hrifningu gesta fyrir náttúrufegurð, mun fá nýja ásýnd. Þungaumferð mun aukast um bæinn, en allar afurðir Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins færu þá um bæinn ásamt gámum til og frá Samskip og Eimskip. […]
Málefni Herjólfs rædd á íbúafundi

Miðvikudaginn 10.apríl verður haldinn íbúafundur um málefni Herjólfs. Það er Herjólfur ohf. sem boðar fundinn sem verður í Akóges og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)
Takk fyrir mig

Í gær frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja söngleikinn Spamalot fyrir fullum sal af fólki. Eftirvæntingin skein úr augum fólks fyrir sýningu og þegar tjöldin voru dregin frá hófst þessi líka sýningin. Greinilegt var að leiklistarmennirnir hafi lagt mikla vinnu í verkið, sem hélt áhorfendum við efnið frá fyrstu mínútu. Verkið fjallar um leit Arthúrs konungs og riddara […]
Beitiland og hagaganga

Búfjárhald, beitiland og hagaganga voru til umfjöllunar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lagði til á fundi ráðsins að hagaganga verði óheimil samkvæmt rauða svæðinu á afstöðumyndinni sem sjá má hér að neðan. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki erindið og felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs […]
Fjölmargir leituðu að páskaeggjum

Fjölmennt var á Skansinum í dag þar sem leitað var að páskaeggjum á svæðinu. Það er Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum sem stendur fyrir viðburðinum ár hvert á skírdag. Veðrið lék við leitarfólk og fjölmenntu barnafjölskyldur sérstaklega. Ljósmyndarar Eyjar.net voru á svæðinu og má sjá myndasyrpu þeirra hér að neðan. (meira…)
Ingó í Alþýðuhúsinu – myndir

Ingó Veðurguð var með hörku gigg í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi. Uppselt var á tónleikana og lék Ingó öll sín bestu lög í bland við gamla góða slagara. Á milli laga sagði Ingó skemmtilegar sögur, sem féllu vel í kramið. Að sjálfsögðu var svo endað á þjóðhátíðarlaginu “Takk fyrir mig” en það var tæpum þremur tímum […]