Páskaveðrið

frost_gras

Páskarnir eru framundan og ekki úr vegi að líta til veðurs. Veðurspá Veðurstofu Íslands má sjá hér að neðan. Veðurhorfur á landinu Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 suðaustantil. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan- og suðvestantil að […]

Helgihald í Landakirkju á páskum

halfa_stong_kirkjan_lagf

Það styttist í páska og því rétt að fara yfir helgihald Landakirkju i dymbilviku og á páskum. Á skírdag er altarisgangan í hávegum höfð og altarið afskrýtt við lok messu sem tákn um niðurlægingu Krists. Þjáningin og píslarsagan er síðan þema föstudagsins langa. Lesarar héðan og þaðan koma að lestri píslarsögunnar. Páskadagsmorgun er síðan gleðimorgun […]

Annar býr erlendis en hinn ófundinn

Lott-2.jpg

Íslensk kona sem er búsett á Norðurlöndunum var ein með allar tölur réttar í Lottó laugardaginn 16. mars síðastliðinn og fékk fyrsta vinning því alveg óskiptan, rétt tæpar 9 skattfrjálsar milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Getspá/Getraunum. Konan sem vinnur í heilbrigðisgeiranum, kom til landsins á dögunum til að taka á móti stóra vinningnum. […]

ÍBV mætir botnliðinu á útivelli

DSC_4404

Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Á Selfossi verður sannkallaður Suðurlandsslagur, þar sem heimamenn taka á móti ÍBV. Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sigraði FH sem er á toppi deildarinnar í síðustu umferð. Selfyssingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og er liðið á botninum með aðeins 8 stig […]

Birna Berg áfram í Eyjum

DSC_5143

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Birna hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið einn af lykil-leikmönnum liðsins, en liðið varð bæði bikar- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Í tilkynningunni segir að þetta sé gríðalegt ánægjuefni og er […]

Loðin svör Orkustofnunar til Eyjamanna

veitur_hs

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda.  Ofangreindan texta […]

Málið tekið aftur upp í haust

barn_almennt_foreldri

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru heimgreiðslur sveitarfélagsins til umfjöllunar. Þar voru lagðar fram bókanir af bæði minni- og meirihluta um málið. Í bókun frá minnihlutanum segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði hafi ítrekað gert athugasemdir við þá leið sem ákveðin var að fara í þessu máli en þau varnaðarorð voru hunsuð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka […]

Segja hugmyndir um skattahækkanir óráð fyrir alla þjóðina

saf_adalfundur_2024-2_min

Samkeppnishæfar útflutningsgreinar eru grundvöllurinn að lífskjörum þjóðarinnar. Þar gegnir ferðaþjónusta lykilhlutverki, en greinin hefur umbylt efnahag þjóðarinnar á undanförnum 15 árum. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu voru 598 milljarðar króna á síðasta ári og greinin stóð undir 32% af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var á dögunum segir að mikilvægt sé að […]

Herjólfur kemst fleiri ferðir

herjo_inns

Síðustu sólarhringa hefur verið unnið við dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn. Nú hefur Herjólfur ohf. gefið út siglingaáætlun fyrir næstu daga, þar sem sigldar verða fimm ferðir og fjölgar þar með um eina ferð frá núgildandi áætlun. Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun miðvikudag til föstudags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, […]

Óstaðbundin störf stuðla að búsetufrelsi

fartolva_blad_minni-2.jpg

Mögulegt væri að auglýsa 12% starfa hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem óstaðbundin. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði fyrir framkvæmdahóp um innleiðingu stefnu stjórnvalda um óstaðbundin störf. Í könnuninni komu einnig fram áhyggjur stjórnenda af auknum kostnaði sem óstaðbundin störf gætu haft í för með sér. Í tilkynningu frá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.