Málið tekið aftur upp í haust
26. mars, 2024
barn_almennt_foreldri
Með heimgreiðslum eiga foreldrar að fá ákveðna upphæð fyrir að vera lengur heima með börn sín eftir fæðingarorlof.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru heimgreiðslur sveitarfélagsins til umfjöllunar. Þar voru lagðar fram bókanir af bæði minni- og meirihluta um málið.

Í bókun frá minnihlutanum segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði hafi ítrekað gert athugasemdir við þá leið sem ákveðin var að fara í þessu máli en þau varnaðarorð voru hunsuð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókanir fulltrúa flokksins í fræðsluráði vegna málsins og hvetjum við til þess að málið sé í sífelldri endurskoðun.

Í bókun frá meirihluta E og H lista er tekið undir bókun meirihlutans í ráðinu. Ekki er komin mikil reynsla á þetta fyrirkomulag eða aðeins 1 mánuður. Nú þegar hafa foreldrar þriggja barna afþakkað leikskólapláss í bili á meðan þeir þiggja heimgreiðslur sem var eitt af markmiðunum með þessari aðgerð. Ekki er tímabært að fara aftur í fyrra horf, heldur verður málið tekið upp í haust eins og þegar var búið að ákveða í fræðsluráði.

Forsögu málsins málsins má kynna sér í fréttinni hér að neðan.

https://eyjar.net/felldu-tillogu-um-breytingu-a-heimgreidslum/

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst