Páskarnir eru framundan og ekki úr vegi að líta til veðurs. Veðurspá Veðurstofu Íslands má sjá hér að neðan.
Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 suðaustantil. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands.
Frost 1 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan- og suðvestantil að deginum.
Svipað veður á morgun en heldur hvassari, einkum á Suðausturlandi.
Spá gerð: 27.03.2024 09:05. Gildir til: 29.03.2024 00:00.
Á föstudag og laugardag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Él á norðan- og austanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en 1 til 4 stiga hiti við suður- og suðvesturströndina yfir daginn.
Á sunnudag og mánudag:
Ákveðnari norðaustanátt og bætir í ofankomu norðaustantil, annars svipað veður áfram. Heldur mildara í bili.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan- og austan, en léttskýjað sunnan heiða. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 27.03.2024 08:09. Gildir til: 03.04.2024 12:00.
Í dag verður norðaustan 5-13 m/s en 13-18 á Suðausturlandi. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu en bjart vestan- og sunnantil. Frost um allt land en hiti verður rétt yfir frostmarki sunnanlands.
Svipað veður á morgun en aðeins hvassara. Í vindstrengjum á Suðausturlandi má búist við snörpum vindhvíðum, einkum í Öræfum og gæti orðið varasamt fyrir ökuttæki sem taka á sig mikinn vind.
Fram til þriðjudags breytist veðrið ansi lítið. Þá dregur úr vindi og líkur eru á dálitlum éljum um allt land. Áfram frekar kalt í veðri.
Spá gerð: 27.03.2024 05:26. Gildir til: 28.03.2024 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst