Lottóvinningshafinn sem var einn með allar tölur réttar um síðustu helgi er fundinn og er fyrir vikið hátt í 9 milljón krónum ríkari.
Sú heppna hafði keypt miðann í appinu en var aðeins með heimasíma skráðan og úrelt netfang. Þegar fréttir tóku að birtast um leitina,
Kíkti hún líkt og fleiri því í appið til að skoða miðann sinn og sá þar góðu fréttirnar og hafði umsvifalaust samband við skrifstofu Íslenskrar getspár.
Vinningshafinn er að vonum lukkuleg með allar milljónirnar og hefur þegar uppfært allar sínar upplýsingar í Lottóappinu og hvetur aðra spilara til að gera slíkt hið sama, segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
https://eyjar.net/annar-byr-erlendis-en-hinn-ofundinn/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst