Viðaukar samþykktir

Yfir_eyjar_20200727_173620_TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs voru samþykktir samhljóða fjórir viðaukar við fjárhagsáætlun 2023. Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023 vegna Náttúrustofu Suðurlands lagður fram og er tilkominn vegna hækkunar ríkisins á framlagi til Náttúrustofu sem leiðir einnig af sér hækkun á framlagi frá Vestmannaeyjabæ. Upphæðin er 1,8 m.kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2023 með innri færslum. […]

Er íslensk orka til heimabrúks?

iris_ibuafundur_IMG_8930_lagf_24

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum boða til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög. Málþingið fer fram í dag kl. 08:30-11:40. Hér að neðan má finna hlekk á útsendinguna frá þinginu. Er íslensk orka til heimabrúks? – Samband íslenskra sveitarfélaga   8:30 SetningÍris […]

Nýtt efni frá Molda ásamt Kvenna- og Karlakór Vestmannaeyja

molda_mynd_Brynja Eldon

Molda kom fram á Eyjatónleikunum ” Lífið er ljúft ” í Eldborg þann 27. janúar sl. Slor og skítur var eitt laganna sem Molda flutti á tónleikunum ásamt Kvenna- og Karlakór Vestmannaeyja, segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Mix og hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson. Mastering : Jóhann Ásmundsson. Hér má nálgast lagið á Spotify: Slor og skítur […]

Bærinn undirbýr málsvörn

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Vestmannaeyjabær undirbýr nú kröfur til óbyggðanefndar í allt það landsvæði á Heimaey, auk eyja og skerja sem tilheyra Vestmannaeyjum og fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert kröfu í. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið muni ráða lögfræðinga til að fara með kröfur Vestmannaeyjabæjar í málinu en allur málskostnaður er greiddur af ríkinu. Þá mun Kári Bjarnason, […]

Eiður Aron kveður ÍBV

ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir jafnframt að ÍBV Íþróttafélag þakki Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu. […]

Spólað í sömu hjólförum

Í gær var haldinn borgarafundur um samgöngur milli lands og Eyja. Á meðan frummælendur fóru yfir nýtingu Landeyjahafnar og vangaveltur um hvað mögulega væri hægt að gera rifjuðust upp fyrir mér nokkur ummæli m.a. forvera þeirra sem töluðu. Loforð um bót og betrun. Brostin loforð Undirritaður nýtti því tímann á fundinum í að goggla þessu fögru […]

Bærinn í blíðu

yfir_baeinn_hbh_skjask_24_min

Halldór B. Halldórsson fer á flug um Eyjana í þessu skemmtilega myndbandi sem tekið var í blíðunni í gær. (meira…)

Fullt út úr dyrum á íbúafundi

DSC_4928

Eins og við var að búast þá var nánast fullt út úr dyrum á íbúafundi um samgöngur sem haldinn var í Akóges í gær. Á þriðja hundrað manns mættu og á annað hundrað manns fylgdust með beinu streymi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar sátu fyrir svörum auk Fannars Gíslasonar, forstöðumanns hafnadeildar […]

Tónleikar á laugardag

ludra

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í safnaðarheimili Landakirkju laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður […]

Tvö atriði frá Eyjum í úrslit Músíktilrauna

thogn_ads

Á sunnudaginn sl. hófust Músíktilraunir í Hörpu. Alls kepptu fjörutíu og þrjár hljómsveitir í Músíktilraunum í ár og yfir hundrað frumsamin lög flutt. Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2024 voru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og verða úrslit keppninar þann 16. mars á sama stað. Fram kemur á heimasíðu keppninnar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.