Viðaukar samþykktir

Á síðasta fundi bæjarráðs voru samþykktir samhljóða fjórir viðaukar við fjárhagsáætlun 2023. Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023 vegna Náttúrustofu Suðurlands lagður fram og er tilkominn vegna hækkunar ríkisins á framlagi til Náttúrustofu sem leiðir einnig af sér hækkun á framlagi frá Vestmannaeyjabæ. Upphæðin er 1,8 m.kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2023 með innri færslum. […]
Er íslensk orka til heimabrúks?

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum boða til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög. Málþingið fer fram í dag kl. 08:30-11:40. Hér að neðan má finna hlekk á útsendinguna frá þinginu. Er íslensk orka til heimabrúks? – Samband íslenskra sveitarfélaga 8:30 SetningÍris […]
Nýtt efni frá Molda ásamt Kvenna- og Karlakór Vestmannaeyja

Molda kom fram á Eyjatónleikunum ” Lífið er ljúft ” í Eldborg þann 27. janúar sl. Slor og skítur var eitt laganna sem Molda flutti á tónleikunum ásamt Kvenna- og Karlakór Vestmannaeyja, segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Mix og hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson. Mastering : Jóhann Ásmundsson. Hér má nálgast lagið á Spotify: Slor og skítur […]
Bærinn undirbýr málsvörn

Vestmannaeyjabær undirbýr nú kröfur til óbyggðanefndar í allt það landsvæði á Heimaey, auk eyja og skerja sem tilheyra Vestmannaeyjum og fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert kröfu í. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið muni ráða lögfræðinga til að fara með kröfur Vestmannaeyjabæjar í málinu en allur málskostnaður er greiddur af ríkinu. Þá mun Kári Bjarnason, […]
Eiður Aron kveður ÍBV

ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir jafnframt að ÍBV Íþróttafélag þakki Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu. […]
Spólað í sömu hjólförum

Í gær var haldinn borgarafundur um samgöngur milli lands og Eyja. Á meðan frummælendur fóru yfir nýtingu Landeyjahafnar og vangaveltur um hvað mögulega væri hægt að gera rifjuðust upp fyrir mér nokkur ummæli m.a. forvera þeirra sem töluðu. Loforð um bót og betrun. Brostin loforð Undirritaður nýtti því tímann á fundinum í að goggla þessu fögru […]
Bærinn í blíðu

Halldór B. Halldórsson fer á flug um Eyjana í þessu skemmtilega myndbandi sem tekið var í blíðunni í gær. (meira…)
Fullt út úr dyrum á íbúafundi

Eins og við var að búast þá var nánast fullt út úr dyrum á íbúafundi um samgöngur sem haldinn var í Akóges í gær. Á þriðja hundrað manns mættu og á annað hundrað manns fylgdust með beinu streymi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar sátu fyrir svörum auk Fannars Gíslasonar, forstöðumanns hafnadeildar […]
Tónleikar á laugardag

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í safnaðarheimili Landakirkju laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður […]
Tvö atriði frá Eyjum í úrslit Músíktilrauna

Á sunnudaginn sl. hófust Músíktilraunir í Hörpu. Alls kepptu fjörutíu og þrjár hljómsveitir í Músíktilraunum í ár og yfir hundrað frumsamin lög flutt. Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2024 voru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og verða úrslit keppninar þann 16. mars á sama stað. Fram kemur á heimasíðu keppninnar […]