ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir jafnframt að ÍBV Íþróttafélag þakki Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst