Ósk um betri kynningu

Skipulagsmál hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur í Vestmannaeyjum. Á það einkum við um stækkun hafnarinnar og hvar hægt sé að koma við nýjum hafnarköntum. Bæjaryfirvöld kynntu í byrjun árs tillögur að aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í nóvember sl. „Þörf fyrir stækkun á gámasvæði“ Fram kom í skipulagslýsingunni að […]
Hljómsveitin Muntra gefur út sitt fyrsta lag

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sína fyrstu smáskífu, hið fallega færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. janúar sl. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar. Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 14:00 í dag. Á þessum árstima er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt […]
Kostar um 5 milljarða á ári

Síðdegis í dag undirrituðu Samtök atvinnulífsins og breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn, nýjan kjarasamning. Um er að ræða langtímasamning sem gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Ríkið leggur til allt að 75% Fram kom í tilkynningu frá ríkisstjórninni undir kvöld að útfærð verði leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna […]
Hálfnaðir í fertugasta ralli Hafró

Togarinn Breki VE er væntanlegur til Eyja í kvöld með um 120 tonn af fiski sem veiddist í fyrri hluta togararalls Hafrannsóknastofnunar. Frá þessu er greint á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Hefjum seinni hálfleik á austursvæðinu Magnús Ríkarðsson skipstjóri segir að liðlega helmingur rallsins sé nú að baki og að löndun lokinni verði haldið til austurs í […]
Aðgerðir stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum

Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sameiginlega lagt fram aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára. Aðgerðirnar styðja við sameiginlegt markmið stjórnvalda og samningsaðila um að leggja grundvöll að vaxandi velsæld, með auknum kaupmætti og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Heildarumfang aðgerðanna er allt að 80 milljarðar króna á […]
„Tæknin felur í sér margvísleg tækifæri“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt frumvarpinu verður bætt inn í lögin ákvæðum um fjarheilbrigðisþjónustu, skýringum á þeirri þjónustu sem flokkast þar undir ásamt ákvæði um upplýsingaöryggi. „Miklar framfarir hafa átt sér stað í fjarheilbrigðisþjónustu síðustu ár. Tæknin felur í sér margvísleg tækifæri og er mikilvægur […]
Ein ferð í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15. Því miður passar ekki áætlunarferð Strætó við ferð seinnipartinn í dag, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. þar sem einnig er hnykkt á að þetta séu einu ferðir kvöldsins. Hvað varðar siglingar […]
Helga Sigrún ráðin í stöðu deildarstjóra

Vestmannaeyjabær hefur valið Helgu Sigrúnu Ísfeld Þórsdóttur í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Alls sóttu sex umsækjendur um en einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Helga Sigrún lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á yngri barna svið árið 2003, Dipl.Ed. gráðu í uppeldis og menntunarfræði með áherslu […]
Að auglýsingasala RÚV verði stafræn

Menningar- og viðskiptaráðuneytið birti í gær skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins. Markmið með skipan hópsins var annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði og hins vegar að skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í […]