Fleiri hleðslustöðvar í burðarliðnum

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir fyrirhugaðar uppbyggingar rafhleðslustöðva og samstarfs sumarið 2024, á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar. Vestmannaeyjabær hefur hlotið styrki fyrir uppsetningu hleðslustöðva við stofnanir bæjarins og ákveðna ferðamannastaði. Auk þess er til skoðunar að setja upp varanlegar hraðhleðslustöðvar. Lögð voru fram drög að forgangsröðun að uppsetningu […]

Ný útgáfa nafnskírteina

Útgáfa á nýjum nafnskírteinum er hafin hjá Þjóðskrá Íslands í takt við auknar öryggiskröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja. Nýju nafnskírteinin eru fullgild persónuskilríki og geta íslenskir ríkisborgarar á öllum aldri sótt um nafnskírteini og notað þau til auðkenningar. Einnig verður hægt að sækja nafnskírteini sem ferðaskilríki sem hægt verður að nota innan EES-svæðisins. Hægt […]

ÍBV í bikarúrslit

DSC_4953

ÍBV og Hauk­ar mættust í undanúr­slit­um bik­ar­keppni karla í hand­knatt­leik í Laug­ar­dals­höll í kvöld. Eyjamenn leiddu leikinn frá upphafi og sigruðu nokkuð örugglega, 33-27. Fjórir leikmenn ÍBV skoruðu sex mörk. Þeir Daniel Vieira, Elmar Erlingsson, Kári Kristján Kristjánsson og Arnór Viðarsson. Dagur Arnarsson skoraði fjögur og Petar Jokanovic stóð sig vel í markinu og varði […]

Hollvinasamtök Hraunbúða hljóta viðurkenningu

oldrunarrad_vidurkenning_hopmynd_2024_IMG_6103

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Í ár voru það Hollvinasamtök Hraunbúða sem fengu viðurkenningu Öldrunarráðs. Eins og flestir Eyjamenn vita eru hollvinasamtökin félag sem styrkir hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum með gjöfum og ýmsum viðburðum fyrir íbúa og aðstandendur. Félagið var […]

Fótboltaskóli ÍBV og HKK

aefing_yngri_flokkar_2023_herjolfsholl_final

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna, 25-27. mars nk. en þá verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum, segir í frétt á vefsíðu ÍBV. Fótboltaskólinn er fyrir krakka í 1-8. bekk og fá allir […]

Í startholunum í Eyjum

heimaey_hofn_22

Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Greint er frá því á fréttavefnum Vísi að skip Ísfélagsins, Heimaey VE sé haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef vísbendingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. Í fréttinni er haft eftir Birki Bárðarsyni […]

Ráðast í aðgerðir í þágu öflugri fjölmiðla

Drög að stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 og aðgerðaráætlun henni tengdri hafa verið birt í samráðsgátt. Um er að ræða fyrstu opinberu stefnu um málefni fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að með stefnunni sé mótuð framtíðarsýn og skilgreindar lykiláherslur á málefnasviði fjölmiðla með það að markmiði að efla […]

Hætt við hafnarkant við Löngu

hugmynd_a_storskipakantur_brimneskant_250m_min

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja var tekið fyrir að nýju á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Um er að ræða nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur. Ferli aðalskipulagsbreytinga er skipt upp í fjóra fasa og getur tekið um 6-12 […]

Horft til páska á Aglow samveru

cross at sunset

Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudaginn 6. mars kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Yfirskrift fundarins verður: HORFT TIL PÁSKA, því það styttist í páska. Núna er tími þar sem við skoðum merkingu og innihald krossdauða Jesú Krists. Dauði Krists hefur sætt okkur við Guð og gefið okkur nýtt upphaf.  Aðalatriði föstutímans er ekki hvað maður neitar sér um […]

Starfslok óbyggðanefndar til meðferðar í þinginu

katrin_jakobs

Í gær var lögð fram á Alþingi breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Meðal annars starfslok óbyggðanefndar o.fl. Tillagan kom fram frá fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Teiti Birni Einarssyni, Jóni Gunnarssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Birgi Þórarinssyni og Óla Birni Kárasyni. Á þingfundi í gær mælti […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.