Í startholunum í Eyjum
6. mars, 2024
heimaey_hofn_22
Heimaey VE í heimahöfn. Eyjar.net/TMS

Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa.

Greint er frá því á fréttavefnum Vísi að skip Ísfélagsins, Heimaey VE sé haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef vísbendingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni.

Í fréttinni er haft eftir Birki Bárðarsyni fiskifræðingi og verkefnisstjóra loðnuleitarinnar að eins og staðan sé núna, þá er Heimaey VE „stand by“ í Vestmannaeyjum ef afgerandi fréttir af nýrri loðnugöngu berast sem bregðast þyrfti við með bergmálsmælingu og sýnatöku.

„Verið er að fylgjast með fréttum af veiðiskipum og rannsóknaskipum Hafró sem núna eru í marsralli. Fréttir hafa borist af loðnu, bæði á grunnum fyrir Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa,“ segir fiskifræðingurinn í samtali við Vísi.

Nánar má lesa um málið hér.

https://eyjar.net/svartfuglinn-sestur-upp-tha-kemur/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst