Fór í sjóinn þegar kviknaði í léttabát Herjólfs

Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins Björgunarskipið Þór var kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í Vestmannaeyjum kl 18:35, til móts við Herjólf […]
Enginn vertíðarbragur ennþá

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Vestmannaeyjum í gær. Bergur var með fullfermi og Vestmannaey með tæplega 50 tonn. Rætt er við skipstjóra beggja skipana á vef Síldarvinnslunnar um veiðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að þeir hefðu lent í fínasta fiskiríi. „Við fórum á Selvogsbankann, nánar tiltekið á Sannleiksstaði, og […]
Bíða enn eftir svörum frá ráðuneyti

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir svör frá Flugfélaginu Erni vegna fyrirspurnar til flugfélagsins um tegundir flugvéla sem notaðar hafa verið i flugferðir til Eyja frá áramótum, sætaframboð og nýtingu sæta. Jafnframt hvort og þá hvenær áætlað sé að hefja flug til Eyja á föstudögum. Í svörum frá flugfélaginu kom fram að […]
Málið á byrjunarstigi

Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka í Vestmannaeyjum hefur enn ekki risið, en í ár eru 51 ár liðin frá eldsumbrotunum á Heimaey. Fram kom á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær að málið hafi dregist og er það á byrjunarstigi. Á það eftir að fara í gegnum skipulagsferli áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. Fyrir […]
Átta af hverjum tíu nýta styrkinn

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023. Fram kemur að 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eigi rétt á frístundastyrk. Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun […]
Gert að endurgreiða Ísfélaginu

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað Ísfélaginu í hag í deilum félagsins við Skattinn vegna opinberra gjalda 2017 til 2020. Niðurstaðan er í megindráttum sú að Ísfélagið fái þá skatta endurgreidda sem ágreiningur var um, samkvæmt Kauphallartilkynningu Ísfélagsins. Vegna þessa ágreinings hafði félagið eignfært 446,5 milljónir króna og því hefur niðurstaðan óveruleg áhrif á rekstur og efnahag félagsins. Tilkynninguna […]
Söngvar ómuðu um bæinn

Það var líf og fjör í bænum í dag þegar börnin mættu í fyrirtæki bæjarins og sungu fyrir starfsfólk. Söngvurunum efnilegu var svo launað með ýmiskonar góðgæti. Að vanda voru börnin klædd í hin ýmsu gervi og sumstaðar tók starfsfólkið á móti þeim í búningum einnig. Ljósmyndari Eyjar.net smellti myndum af nokkrum þeirra í bænum […]
Möguleg loðnuganga suðaustur af landinu

Síðastliðna viku hefur mælst afar lítið af loðnu í annarri yfirferð loðnumælinga á árinu en með það að markmiði að vakta loðnumiðin tóku íslensk uppsjávarveiðiskip að sér að sigla eftir ákveðum leiðarlínum til og frá kolmunnaveiðum suður af Færeyjum. Það bar árangur strax á fyrsta degi þegar Svanur RE rakst á torfur suðaustur af landinu […]
Perlan okkar, Heimaey

Það kemur ekki á óvart að allir vilji eiga perluna okkar, Vestmannaeyjar, Þórdís K.R. Gylfadóttir, ráðherra. Þetta segir í upphafi myndbands Halldórs B. Halldórssonar sem sýnir okkur Eyjarnar í dag. (meira…)
Hvað var keypt þegar Vestmannaeyjar voru seldar?

Hvenær er 1. apríl? Útspil Óbyggðanefndar, sem krefst fyrir hönd íslenska ríkisins að stór hluti Vestmannaeyja skuli teljast þjóðlenda, bar því miður ekki upp á 1. apríl. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp síðustu sölu Vestmannaeyja þar sem ríkið var einmitt sá er seldi. Hér verður því leitast við að svara einfaldri spurningu: […]