Engin slys á fólki en báturinn líklega ónýtur
15. febrúar, 2024
IMG_5579
Léttabátinn má sjá til vinstri á myndinni. Ljósmynd/Landsbjörg

Eins og kom fram fyrr í kvöld hér á Eyjar.net kom upp eldur í léttabát Herjólfs við reglubundna björgunaræfingu. Á æfingunni var léttabátur skipsins sjósettur og notaður til æfinga. Á miðri siglingu milli Eyja og lands kom upp eldur í vél léttabátsins.

https://eyjar.net/for-i-sjoinn-thegar-kviknadi-i-lettabat-herjolfs/

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að snör viðbrögð áhafnarinnar hafi orðið til þess að eldurinn var slökktur og engin slys urðu á fólki eða tjón á ferjunni, en léttabáturinn er líklega ónýtur.

Þá segir að skýrsla verði unnin um atvikið og tilkynnt til þar til bæra yfirvalda.
„Herjólfur ohf. vill koma fram þökkum til viðbragðsaðila sem brugðust skjótt við.“ segir að endingu í tilkynningu skipafélagsins.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst