Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka í Vestmannaeyjum hefur enn ekki risið, en í ár eru 51 ár liðin frá eldsumbrotunum á Heimaey.
Fram kom á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær að málið hafi dregist og er það á byrjunarstigi. Á það eftir að fara í gegnum skipulagsferli áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar.
Fyrir ráðinu lágu drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á milli sömu aðila vegna framkvæmda við gerð umrædds göngustígs í samvinnu við forsætisráðuneytið.
https://eyjar.net/2022-07-29-tilnefnt-i-undirbuningsnefnd-um-kaup-a-minnisvarda-um-eldgosid-a-heimaey/
https://eyjar.net/2022-12-14-drog-ad-breyttu-adalskipulagi-vegna-minnisvarda-kynnt-skipulagsradi/
https://eyjar.net/2022-05-25-olafur-elisson-gerir-minnisvarda-i-eyjum/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst