Fallegt vetrarveður

Hægt er að tala um að í dag sé fallegt vetrarveður í Eyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar, sem fór um Heimaey fyrr í dag. (meira…)

Skoða leiðir til aðstoðar Grindvíkingum

grindavik_loftmynd_grindavik_is

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku var umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra. Þar var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa […]

Ingi sagður íhuga framboð

DSC_3960_ingi_sig

78. ársþing KSÍ verður haldið í Reykjavík þann 24. febrúar næstkomandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá sambandinu. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður eru þeir einu sem hafa staðfest framboð til formanns, en framboðsfrestur rennur út þann 10. febrúar. Vefmiðillinn Fótbolti.net […]

Niðurgreiðslur milda hækkanir

Hækkanir á gjaldskrá HS Veitna hafa verið í hámæli í Eyjum undanfarna daga. Eyjar.net hefur gert málinu góð skil og mun halda því áfram í næstu viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri gerir málið að umtalsefni á facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún að bæjarráð Vestmannaeyja hafi mótmælt harðlega hækkunum á húshitunarkostnaði í Eyjum og óskað […]

Herjólfur til Þorlákshafnar síðdegis

hebbi_snjor-7.jpg

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni part dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00þ Brottför frá Þorlákshöfn kl 20:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. (meira…)

Kvennaleiknum frestað

handbolti-17.jpg

Leik KA/Þórs og ÍBV hefur verið frestað vegna veðurs. Fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands að ÍBV komist ekki loftleiðina norður á Akureyri og þarf því að fresta leiknum. Ekki hefur verið gefinn út nýr leiktími. (meira…)

Ágreiningur um skyldur og ábyrgð

DSC_5482

Ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á að allt er gert sem mögulegt er til að treysta lögnina og hafa á takteinum […]

Farsælt samstarf við Samfés

Samfes-samningur-jan-2024_stjr

Markmið nýs samnings mennta- og barnamálaráðuneytisins við Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, er að tryggja framgang stefnu ráðuneytisins um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030, auka lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku og styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skrifaði undir […]

Mæta botnliðinu norðan heiða

DSC_1710

Fimmtánda umferð Olís deildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Fyrir norðan tekur lið KA/Þórs á móti ÍBV. Norðanstúlkur hafa ekki náð sér á strik það sem af er vetri. Eru á botninum með 5 stig úr fjórtán leikjum. ÍBV er hins vegar í fjórða sætinu með 16 stig, en liðið vann góðan sigur […]

Herjólfur siglir ekki í fyrramálið

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður ferðir Herjólfs kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Þorlákshöfn í fyrramálið bæði vegna veðurs og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.