Fleiri geta tengst Eygló

Áfram fjölgar húsum sem geta tengst ljósleiðaraneti Eyglóar. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Eygló ehf. muni reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf í Vestmannaeyjum. Íbúar neðangreindra húsa […]
Öryggisleysi í raforku og vatnsmálum

Mikið hefur verið rætt og ritað það sem af er ári um þessar gengdarlausu hækkanir HS Veitna á eitt sveitarfélag umfram önnur. Eyjar.net spurði Ásmund Friðriksson, þingmann Suðurkjördæmis út í málið, en Ásmundur situr m.a. í atvinnuveganefnd þingsins. „Skilaboðin á skjön við markmið í orkuskiptum ríkisstjórnarinnar“ Þeir tala um að ríkið stefni á hækkun niðurgreiðslu […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1602. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 17:00. Fjórtán erindi liggja fyrir fundinum og má sjá dagskránna hér að neðan auk þess sem sjá má útsendinguna frá fundinum. https://youtu.be/QrrlKFr8lkI Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202311142 – Tjón á neysluvatnslögn 3. 202311149 – Umræða um náttúruhamfarir í […]
Gerðu athugasemdir við afköst dæluskips

Illa hefur gengið undanfarnar vikur að halda Landeyjahöfn opinni. Dýpið er lítið, og til að bæta gráu ofan á svart hafa þeir dagar sem komið hafa þar sem viðrar vel til dýpkunar verið illa nýttir. Eða eins og bent var á í tilkynningu frá Herjólfi ohf. fyrr í mánuðinum, þar sem sagði: „Þrátt fyrir einmuna […]
Hærra verð og minni hiti

Í gær birti Eyjar.net verðsamanburð á vatni HS Veitna til annars vegar Vestmannaeyinga og hins vegar til íbúa á Suðurnesjum. Þar var tiltekið að verðskráin væri án tillits til niðurgreiðslu Orkustofnunar. Það er hins vegar ekki rétt. Hið rétta er að þetta er verðið eftir niðurgreiðslu. https://eyjar.net/slaandi-munur-a-verdskra/ Verðskráin í dag er 500 kr, í Vestmannaeyjum. […]
Um 93% skráð stöðuna

Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Hefur kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð, að því er segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og höfðu eigendur og umráðaaðilar ákveðinn […]
Kvödd eftir 29 farsæl ár

Þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, […]
Giggó — nýtt app

Alfreð ehf. fagnaði ársbyrjun 2024 með því að skjóta á loft nýju appi sem kallast Giggó. Landsmenn hafa þar með fengið aðgang að markaðstorgi fyrir gigg af öllu tagi, bæði fyrir verktaka og fólk sem vill kaupa þjónustu þeirra. Í rúman áratug hefur Alfreð verið leiðandi í að tengja saman fólk og fyrirtæki og koma […]
Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi er gert ráð fyrir sunnan stormi og tekur viðvörunin gildi þar á morgun, 25 jan. kl. 04:00 og gildir til kl. 09:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum fyrir […]
Leiðangurinn breytir ekki ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Ekki vart við loðnu út af Austfjörðum Þar segir jafnframt að þetta […]