Laxey fær rekstrarleyfi í Viðlagafjöru

Matvælastofnun hefur veitt Laxey hf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vef Matvælastofnunnar að um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi og regnbogasilungi. Laxey hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa matfiskeldi á laxi og regnbogasilungi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. […]

Skútan í slipp

Þann 5. júní síðastliðinn var björg­un­ar­skipið Þór kallað út vegna er­lendr­ar skútu sem lent hafði í tölu­verðum vand­ræðum djúpt suður af land­inu. Skútan hefur verið í Eyjum síðan en skipta þurfti um gír í skútunni, auk þess sem endurnýja þurfti segl skútunnar sem hafði farið illa í barningnum. Skútan var tekin á þurrt í dag […]

Boginn fjarlægður

Á sunnudaginn síðastliðinn fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um að litlum kranabíl hafi verið ekið á miðbæjarbogann með þeim afleiðingum að hann skemmdist og skekktist. https://eyjar.net/midbaejarboginn-skemmdur/ Í morgun var boginn svo fjarlægður af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar og Eyjablikks. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net smellti nokkrum myndum þegar verið var að taka hann niður.   (meira…)

Ræddu slipp, afleysingarskip og ferðamanna-sumarið

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í síðasta mánuði var rætt um fyrirhugaðan slipp næsta haust og Herjólf III sem væntanlegt afleysingarskip. Þá kom fram að farþegar í apríl hafi verið 20% fleiri en gert var ráð fyrir í áætlun en farþegafjöldi er sambærilegur miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Einnig var rætt um […]

Fjórir sóttu um starf aðalbókara hjá bænum

Ráðhús_nær_IMG_5046

Á dögunum var auglýst laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, og í því felst yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, afstemmingu, uppgjöri og annarri bókhaldsvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Drífu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bárust Vestmannaeyjabæ fjórar umsóknir um starfið, en ein […]

Segja lundastofninn í hættu

Samkvæmt nýjustu gögnum um stöðu lundastofnsins þá hefur lunda fækkað mikið á síðustu 30 árum. Þetta sýna gögn frá Náttúrustofu Suðurlands, sem sér um vöktun lundastofnsins við Íslandsstrendur. Af þeim ástæðum biðla Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Ráðinn yfirþjálfari í Austurríki

Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá akademíu austurríska handknattleiksfélagsins Handball Mödling, skammt frá Vínarborg. Félagið var sett á laggirnar 2018 af austurrísku handknattleiksmönnunum Stefan Higatzberger og Conny Wilczynski. Hefur það frá upphafi einbeitt sér að þjálfun barna og unglinga með framtíðina í huga. Greint er frá þessu á handboltavefnum Handbolti.is. Tilkynnt var um ráðningu […]

Arnar í þjálfarateymi Fram

Arnar Pétursson mun verða í þjálfarateymi kvennaliðs Fram á komandi keppnistímabili í Olís deildinni. Fréttavefur RÚV greinir frá að Rakel Dögg Bragadóttir verði næsti þjálfari liðsins í handbolta og segir jafnframt frá því að hún verði með landsliðsþjálfarann, Arnar Pétursson sér við hlið. Munu þau skrifa undir samninga við Fram síðar í dag, samkvæmt heimildum RÚV. […]

Byrjað að reisa kerin

Vinna er nú hafin við uppsetningu á fiskeldiskerjum Laxeyjar í Viðlagafjöru. Fram kemur á facebook-síðu fyrirtækisins að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarnar daga, vikur og mánuði við að undirbúa verkið og hófst uppsetning í dag. Hvert fiskeldisker fyrir áframeldið eru 28 metrar í þvermál og rúmir 13 metrar á hæð og mun rúma […]

Hagsmunir Vestmannaeyja vega þyngra

„Vestmannaeyjabær telur um 4.600 íbúa og hefur í áraraðir verið ein mikilvægasta verstöð landsins. Svæðið sem um ræðir, úti fyrir Landeyjahöfn hefur að geyma innviði sem eru ómissandi líflínur samfélagsins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða allt rafmagn, neysluvatn og samgönguhöfn heimamanna,“ segir í umsögn Vestmannaeyjabæjar um umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar efnisvinnslu þýska fyrirtækisins Heidelbergcement pozzolanic […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.