Skútan í slipp

Þann 5. júní síðastliðinn var björg­un­ar­skipið Þór kallað út vegna er­lendr­ar skútu sem lent hafði í tölu­verðum vand­ræðum djúpt suður af land­inu. Skútan hefur verið í Eyjum síðan en skipta þurfti um gír í skútunni, auk þess sem endurnýja þurfti segl skútunnar sem hafði farið illa í barningnum. Skútan var tekin á þurrt í dag […]

Boginn fjarlægður

Á sunnudaginn síðastliðinn fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um að litlum kranabíl hafi verið ekið á miðbæjarbogann með þeim afleiðingum að hann skemmdist og skekktist. https://eyjar.net/midbaejarboginn-skemmdur/ Í morgun var boginn svo fjarlægður af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar og Eyjablikks. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net smellti nokkrum myndum þegar verið var að taka hann niður.   (meira…)

Ræddu slipp, afleysingarskip og ferðamanna-sumarið

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í síðasta mánuði var rætt um fyrirhugaðan slipp næsta haust og Herjólf III sem væntanlegt afleysingarskip. Þá kom fram að farþegar í apríl hafi verið 20% fleiri en gert var ráð fyrir í áætlun en farþegafjöldi er sambærilegur miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Einnig var rætt um […]

Fjórir sóttu um starf aðalbókara hjá bænum

Ráðhús_nær_IMG_5046

Á dögunum var auglýst laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, og í því felst yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, afstemmingu, uppgjöri og annarri bókhaldsvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Drífu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bárust Vestmannaeyjabæ fjórar umsóknir um starfið, en ein […]

Segja lundastofninn í hættu

Samkvæmt nýjustu gögnum um stöðu lundastofnsins þá hefur lunda fækkað mikið á síðustu 30 árum. Þetta sýna gögn frá Náttúrustofu Suðurlands, sem sér um vöktun lundastofnsins við Íslandsstrendur. Af þeim ástæðum biðla Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Ráðinn yfirþjálfari í Austurríki

Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá akademíu austurríska handknattleiksfélagsins Handball Mödling, skammt frá Vínarborg. Félagið var sett á laggirnar 2018 af austurrísku handknattleiksmönnunum Stefan Higatzberger og Conny Wilczynski. Hefur það frá upphafi einbeitt sér að þjálfun barna og unglinga með framtíðina í huga. Greint er frá þessu á handboltavefnum Handbolti.is. Tilkynnt var um ráðningu […]

Arnar í þjálfarateymi Fram

Arnar Pétursson mun verða í þjálfarateymi kvennaliðs Fram á komandi keppnistímabili í Olís deildinni. Fréttavefur RÚV greinir frá að Rakel Dögg Bragadóttir verði næsti þjálfari liðsins í handbolta og segir jafnframt frá því að hún verði með landsliðsþjálfarann, Arnar Pétursson sér við hlið. Munu þau skrifa undir samninga við Fram síðar í dag, samkvæmt heimildum RÚV. […]

Byrjað að reisa kerin

Vinna er nú hafin við uppsetningu á fiskeldiskerjum Laxeyjar í Viðlagafjöru. Fram kemur á facebook-síðu fyrirtækisins að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarnar daga, vikur og mánuði við að undirbúa verkið og hófst uppsetning í dag. Hvert fiskeldisker fyrir áframeldið eru 28 metrar í þvermál og rúmir 13 metrar á hæð og mun rúma […]

Hagsmunir Vestmannaeyja vega þyngra

„Vestmannaeyjabær telur um 4.600 íbúa og hefur í áraraðir verið ein mikilvægasta verstöð landsins. Svæðið sem um ræðir, úti fyrir Landeyjahöfn hefur að geyma innviði sem eru ómissandi líflínur samfélagsins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða allt rafmagn, neysluvatn og samgönguhöfn heimamanna,“ segir í umsögn Vestmannaeyjabæjar um umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar efnisvinnslu þýska fyrirtækisins Heidelbergcement pozzolanic […]

Áfram fjölgar í Eyjum

Áfram fjölgar íbúum í Vestmannaeyjum. Í dag eru skráðir íbúar hjá Vestmannaeyjabæ alls 4690. Í lok apríl þegar síðustu tölur voru birtar hér á vefmiðlinum voru íbúar 4662 talsins. Í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626. Hefur því fjölgað um 64 í bænum á u.þ.b. hálfu ári.   (meira…)