Góð heilsa ekki sjálfgefin
23. júní, 2024

Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu,  Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. 

„Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum, leið að farsælum efri árum var innleitt í Eyjum í samvinnu við sveitarfélagið haustið 2019. Um leið buðum við starfsfólki Hraunbúða upp á aðstoð fyrir bæði íbúa og fólk í dagdvöl. Gengur  samvinnan einstaklega vel. Nálgun þeirra er sambærileg okkar. Við notum mest teygjur fyrir styrktarþjálfun og létt lóð auk þess sem við nýtum gangana til daglegrar hreyfingar,“ segir Janus sem er ánægður með samstarfið við Vestmannaeyjabæ. 

Í upphafi voru þátttakendur um 80 og sú tala hefur haldist nokkurn veginn. „Mest  voru 120 hjá okkur en markmiðið er að gera þau fær um að sinna eigin heilsu og velferð. Um leið styðja þau í athöfum daglegs lífs og  að þau geti búið lengur heima. Þetta rímar vel við sýn sveitarfélagsins. Hagnaðurinn er beggja, bætt lífsgæði, vellíðan og betri heilsa eldri íbúa. Um leið verða útgjöld  sveitarfélagsins minni. Verkefnið er því ávinningur fyrir báða aðila og skynsamleg fjárfesting beggja. Rétt er að geta þess að við erum einstaklega heppin með okkar heilsuþjálfara og leiðtoga í Eyjum sem er undir dyggri stjórn Ólu Heiðu,“ segir Janus. 

Auka þekkingu og hæfni

Í dag eru þátttakendur um 100 auk 10 til 15 á Hraunbúðum. „Við komum til með að taka inn nýja þátttakendur. Nokkrir hafa verið með frá upphafi og við erum með einstakar niðurstöður úr mælingum á efnaskiptavillu sem er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Það gerum við í samvinnu við heilsueflandi móttöku 60+ á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum (HSU).“ 

Spurður út á hvað verkefnið gangi segir hann að það hafi bæði skammtíma og langtíma markmið. „Skammtímamarkmiðin eru að bæta heilsu, velferð, styrk og þol, daglega næringu, hreyfifærni og liðleika. Líka að viðhalda eða bæta vöðvamassa sem er eitt af okkar lykilatriðum. Langtíma markmið er að fólkið geti bjargað sér sem lengst. Stuðla að aukinni þekkingu í gegnum einstaklingsmiðaða þjálfun og fræðsluerindi. Í þeim setjum við fram helstu hugðarefni fyrir eldri borgara eins og lyf og næringu, jafnvægi, daglegt mataræði, sykursýki o.fl.“ 

Reglulegar mælingar 

Nú gerið þið reglulegar mælingar á þátttakendum, hvað mælið þið? „Við erum með viðamiklar mælingar á sex mánaða fresti. Mælum blóðþrýsting, líkamssamsetningu eins og vöðva-, fitumassa og vökvamagn líkamans. Við mælum einnig hæð og þyngd, styrk og þol auk liðleika og hreyfigetu. Þá mælum við lífsgæði og mat fólks á eigin heilsu eftir alþjóðlegum spurningalista. Í samvinnu við HSU mælum við  efnaskiptavillu en það er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma sem samanstendur af fimm breytum, góða kólesterólinu (HDL), blóðfitu (þríglýseríð), blóðsykri (glúkósa), blóðþrýstingi og ummáli mittis.  

Nýlega tókum við saman niðurstöður mælinga á efnaskiptavillu hjá 21 þátttakanda frá árinu 2019 sem hafa tekið þátt í öllum fjórum mælingum árin 2019 til 2024. Séu niðurstöður að þrjár, fjórar eða fimm mælibreytur séu undir eða yfir ákveðnum mörkum, sem heilbrigðisyfirvöld, Alþjóðlegu kólestersamtökin setja er viðkomandi í áttfalt meiri áhættu að fá einkenni hjarta- og æðasjúkdóma en sá sem er með allar breytur í lagi.“ 

Einstakur árangur 

Janus segir að í byrjun hafi verið tekið á  lífsstíl þátttakenda, bæði hvað varðar daglega hreyfingu, styrktarþjálfun a.m.k. tvisvar sinnum í viku og ekki síður að huga betur að næringunni. „Í ljós kom að alltof margir voru með efnaskiptavillu eða 14 af 21 þátttakanda, eða  67%. Það breyttist ekki mikið fyrsta árið enda tekur tíma að breyta áralöngum venjum og Covid-19 setti strik í reikninginn. Þegar við mældum í byrjun þessa árs 2024 sáum við loks ávinninginn. Rúmlega helmingur komnir úr áhættu og talan komin niður í 29% sem er einstakur árangur. Hér liggur sparnaðurinn fyrir samfélagið, því hver hjartaaðgerð er dýr fyrir utan það að einstaklingarnir öðlast bætt lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Góð heilsa sprettur ekki upp af sjálfum sér.“ 

Bætt lífsgæði

Janus segir að þau sjái einnig bætt lífsgæði hópsins . „Árið 2021 tókum við saman stöðu 850 þátttakenda, frá Eyjum og víðar. Sáum  að þátttakendur höfðu bætt sig jafnt og þétt yfir tveggja ára tímabil eða um 15 stig að jafnaði. Tilgáta okkar er sú að þessi 15 stig megi e.t.v. yfirfæra í aukin 15 ár í sjálfstæðri búsetu. Slíkur getur ávinningurinn orðið.“ 

Hversu margir starfa við þetta hér í Eyjum? 

„Við erum með einn verkefnastjóra, Ólöfu Aðalheiði Elíasdóttur (Ólu Heiðu), sem heldur utan um verkefnið. Henni til aðstoðar eru þrír til fjórir heilsuþjálfarar  og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir sem og eigendum Litla-Hressó. Hjá  þeim stundum við styrktarþjálfunaræfingar reglubundið og höfum gert frá upphafi.“ 

Janusarverkefnið er á gangi víða um land og er Vestmannaeyjabær meðal sveitarfélaga kemur að því og niðurgreiðir myndarlega. „Hvetjum við auðvitað alla til þátttöku. Viðamiklar mælingar og rannsóknir okkar sýna bæði líkamlegan, andlegan og félagslegan ávinning. Það er í raun ekki hægt að óska sér betri niðurstöður með hækkandi aldri. Þessi hópur er ekki vanur að stunda markvissa heilsurækt eða fara reglubundið í ræktina og því ekki vanur að greiða fyrir sína heilsueflingu. Til að geta rekið starfsemi af þessum toga þá þurfa margir þættir að ganga upp, bæði skilningur þátttakenda á mikilvægi heilsueflingar sem og skilningur stjórnvalda á hlutverki sínu um að sinna heilsutengdum forvörnum. Á þann hátt má ná  markmiði laganna; að gera fólki kleift að búa lengur í sjálfstæðri búsetu.“ 

janus_teygjur_IMG_5085

Styttu af Ólu Heiðu

Að endingu vill Janus koma á framfæri innilegum kveðjum til bæjarstjórnar Vestmannaeyja og þakklæti fyrir það traust að fá að leiða verkefnið hér í Eyjum.

„Þá viljum við þakka HSU kærlega fyrir samstarfið. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna með sérfræðingum stofnunarinnar og ekki síður að sjá jákvæðar breytingar á heilsu þátttakenda. Það er einnig ánægjulegt að fá þær fréttir að dregið hafi úr álagi á HSU hvað þennan aldurshóp varðar vegna samræmdra aðgerða í fyrirbyggjandi heilsueflingu. Þá viljum við þakka þátttakendum fyrir samvinnuna. Þeir eru og hafa verið EINSTAKIR og tilfinning mín fyrir Eyjum og tengsl við þátttakendur er eitthvað sem ég á eftir að geyma í huga mér til æviloka. Þá vil ég að síðustu þakka heilsuþjálfurum fyrir frábært samstarf sem af er og að öðrum ólöstuðum þá sting ég upp á að gerð verði stytta af Ólu Heiðu í miðbænum eins og Gústa Guðsmanni á Siglufirði.“ 

Þjálfarateymið, Janus, Óla Heiða og Gísli. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már
Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst