Kalla eftir ítarlegri gögnum áður en ákvörðun er tekin

Stan Tug 1205

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári. Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo […]

Tvær umsóknir bárust vegna uppbyggingu nýrrar líkamsræktaraðstöðu

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsti á dögunum eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Umsóknarfrestur rann út þann 7. apríl síðastliðinn. Alls bárust tvær umsóknir og var það annars vegar frá Laugum ehf/Í toppformi ehf og hins vegar frá hópi einstaklinga sem hyggjast stofna einkahlutafélag; þau Eygló Egilsdóttir, Garðar Heiðar Eyjólfsson, Þröstur Jón Sigurðsson […]

​Heildarkostnaður áætlaður 200 – 220 milljónir

​Á föstudaginn sl. héldu bæjaryfirvöld kynningarfund vegna listaverks Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa í tilefni af 50 ára goslokaafmælis. Á fundinum komu fram nokkrar fyrirspurnir úr sal. Ein af þeim kom frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar spurði hún um hver heildarkostnaður við framkvæmdina sé áætlaður. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar svaraði fyrirspurninni í lok […]

Breytingar á stjórn Herjólfs

Pall Herj IMG 4428

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. þriðjudag var kosning í ráð, nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um skipun aðila í stjórn Herjólfs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. En hana skipa: Aðalmenn: Páll Scheving sem verður formaður, Rannveig Ísfjörð, Sigurbergur Ármannsson, Helga Kristín Kolbeins og Björg Þórðardóttir. Varamenn verða Sæunn Magnúsdóttir og Einar […]

Stórskipakantur í Vestmannaeyjahöfn

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir skýrsla sem Vegagerðin hefur unnið fyrir ráðið um hvar mögulegt er að byggja upp stórskipakant í Vestmannaeyjahöfn með tilliti til frátafa og kostnaðar, segir í grein frá Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar fer hún yfir mat á frátöfum og kostnaði við stórskipakant í […]

Fengu á þriðja hundrað fyrirspurna í fyrra

vestmannaeyjab_pappir

Fjallað var um fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð ráðsins segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu þess, hafi verið 221 á árinu 2024. Þá er þess getið að allar fyrirspurnirnar að tveimur undanskildum hafi borist frá einum og […]

Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og á móttökustöð var til umfjöllunar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði. Fram kemur í fundargerð að meirihluti ráðsins leggi áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar […]

Felldu tillögu um íbúakönnun

Eldfell Tms Lagf

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tekist á um gerð minnisvarða eða listaverks sem til stendur að setja við og upp á Eldfell. Þar var talsvert bókað um málið og ljóst að ekki eru allir á einu máli um málið. Minnihlutinn lagði til að vísa málinu til íbúakosningar/könnunar. Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir „Áfram […]

Fleiri nýta sér frístundastyrki

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála  yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk. Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru […]

Bar upp tillöguna til fá fram afstöðu allra bæjarfulltrúa

Hasteinsvollur 20250127 114329 (1)

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku kom fram tillaga frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þá leið að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi styrk að upphæð 20 milljón króna til kaupa á hitalögnum til að leggja undir Hásteinsvöll. Bæjarstjóra yrði falið að gera verk- og samstarfssamning um verkið þar sem ábyrgð Vestmannaeyjabæjar […]