Fjórði fjármálaráðherrann gerir atlögu að Eyjamönnum

Vestmanneyingar standa í lítilli þökk við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem í síðustu ríkisstjórn hafði stuttan stans í fjármálaráðuneytinu. Í Vestmannaeyjum er hennar helst minnst fyrir að vilja koma Vestmannaeyjum öllum utan smá skika á Heimaey í ríkiseigu. Þeir hjuggu í sama knérunn sem fjármálaráðherrar, Sigurður Ingi, þingmaður Suðurlands og Bjarni Benediktsson. „Og áfram skal haldið að hálfu ríkisins,“ segir […]
Fyrirkomulag heimgreiðslna verður óbreytt

Heimgreiðslur voru til umfjöllunar á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja. Þar kynnti Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu og uppeldismála nýtingu á heimgreiðslum síðustu ár og það sem af er þessu ári. Í niðurstöðu segir að fræðsluráð leggi til að fyrirkomulag heimgreiðslna haldist óbreytt en að viðmiðunartekjur breytist í upphafi hvers árs um sömu prósentu og almennir […]
Starfshópur endurskoðar fyrirkomulag fagráða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða […]
Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]
Aðstaða fyrir 140 m ekjufraktskip

„Þeir frá Krönum ehf. eru að vinna fyrir okkur að endurbyggingu Gjábakkakants eftir að í ljós kom að þilið er ónýtt,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyja um framkvæmdir í norðurhöfninni. Er verið að reka niður stálþilið en undanfarið hafa starfsmenn Krana keyrt efni með bryggjukantinum. „Nýr kantur verður þannig að ekjufraktskip eða Róróskip geta […]
Uppnám vegna meints lýðræðishalla

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni var athyglisverð umræða um meintan lýðræðishalla innan stjórnsýslu bæjarins á þessu kjörtímabili. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðsflokksins hóf umræðuna undir liðnum “Kosning í ráð, nefndir og stjórnir” en þar var nýtt bæjarráð skipað og eru aðalmenn áfram Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður og Eyþór Harðarson. Alvarlegt umhugsunarefni […]
Saka minnihlutann um að búa til upplýsingaóreiðu

Í fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku gerði Páll Magnússon grein fyrir stöðu mála varðandi listaverk Ólafs Elíassonar. Fór hann yfir íbúafundinn sem haldinn var í Eldheimum í mars þar sem listamaðurinn kynnti útlit listaverksins og inntak auk þess sem að Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt, fór yfir það sem snýr að göngustígnum, legu hans og efnisvali. […]
Ellefu verkefni hlutu styrk

Í dag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþegar vegna verkefna sem hlutu styrk. Í apríl síðastliðnum auglýsti bæjarráð Vestmannaeyja í tengslum við síðari úthlutun ársins á styrkjum vegna ,,Viltu hafa áhrif” eftir umsóknum. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með […]
Kalla eftir ítarlegri gögnum áður en ákvörðun er tekin

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári. Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo […]
Tvær umsóknir bárust vegna uppbyggingu nýrrar líkamsræktaraðstöðu

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsti á dögunum eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Umsóknarfrestur rann út þann 7. apríl síðastliðinn. Alls bárust tvær umsóknir og var það annars vegar frá Laugum ehf/Í toppformi ehf og hins vegar frá hópi einstaklinga sem hyggjast stofna einkahlutafélag; þau Eygló Egilsdóttir, Garðar Heiðar Eyjólfsson, Þröstur Jón Sigurðsson […]