Hvergi meiri samdráttur í komum skemmtiferðaskipa

Í síðustu viku komu til landsins forsvarsmenn frá MSC Cruises, Royal Caribbean Group, Carnival Corporation, Windstar Cruises, Ponant og), öll félög sem sent hafa skemmtiferðaskip til Íslands undanfarin ár, ásamt samtökunum CLIA (Cruise Lines International Association). Tilefni heimsóknar var funda með þingmönnum og stjórnsýslu. Til að koma á framfæri áhyggjum um fækkun á komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mjög hárra innviðargjalda sem lögð voru á með nánast engum fyrirvarar og óvissu sem […]
Fjallið taldi ekki eftir sér að leita þingmenn uppi

Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs er tilvitnun sem oft er gripið til og á við þingmenn Suðurkjördæmis og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Í nýliðinni kjördæmaviku á Alþingi var Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í kjördæminu sá eini sem sá sér fært að mæta til Eyja. Hefur verið öflugur talsmaður Vestmanneyinga á þingi og vill greinilega rækta sambandið. […]
Fyrirhuguð stækkun leikskólalóðar við Kirkjugerði

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði. Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn. Fram kom […]
Bæjarstjórn ræddi framvindu Sköpunarhúss

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var rætt um framvindu Sköpunarhúss, nýs verkefnis sem miðar að því að efla listsköpun barna og unglinga. Húsið verður staðsett í félagsmiðstöðinni við Strandveg og býður upp á tækifæri í tónlistarsköpun, myndbandagerð og útgáfu tónlistar. Hluti búnaðarins er þegar til staðar, en enn þarf að fjárfesta í tækjum og tryggja […]
Ekki horft í krónuna hjá ríkinu

„Kostnaður ríkisins vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu vegna þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 12 sem reknar hefur verið fyrir Óbyggðanefnd og tekur til eyja og skerja hér við land nemur alls rúmum 96 milljónum króna, en heildarkostnaður við kröfugerðina er 192,4 milljónir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn,“ segir frétt Morgunblaðsins í dag. Segir […]
Eyjamenn og Skagfirðingar sameinast gegn fjármálaráðherra

„Bæði Eyjamenn og Skagfirðingar eru staðfastir í þeirri ætlan sinni að halda sínum hlut gagnvart kröfum fjármála- og efnahagsráðherra um að úteyjar Vestmannaeyja sem og Drangey á Skagafirði verði úrskurðaðar þjóðlendur. Telur hann rétt að óbyggðanefnd skeri þar úr,“ segir í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is. Gott til að vita að Eyjamenn eru ekki […]
Fjórði fjármálaráðherrann gerir atlögu að Eyjamönnum

Vestmanneyingar standa í lítilli þökk við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem í síðustu ríkisstjórn hafði stuttan stans í fjármálaráðuneytinu. Í Vestmannaeyjum er hennar helst minnst fyrir að vilja koma Vestmannaeyjum öllum utan smá skika á Heimaey í ríkiseigu. Þeir hjuggu í sama knérunn sem fjármálaráðherrar, Sigurður Ingi, þingmaður Suðurlands og Bjarni Benediktsson. „Og áfram skal haldið að hálfu ríkisins,“ segir […]
Fyrirkomulag heimgreiðslna verður óbreytt

Heimgreiðslur voru til umfjöllunar á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja. Þar kynnti Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu og uppeldismála nýtingu á heimgreiðslum síðustu ár og það sem af er þessu ári. Í niðurstöðu segir að fræðsluráð leggi til að fyrirkomulag heimgreiðslna haldist óbreytt en að viðmiðunartekjur breytist í upphafi hvers árs um sömu prósentu og almennir […]
Starfshópur endurskoðar fyrirkomulag fagráða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða […]
Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]