Höfnin stefnir á Seatrade eftir 14 ára hlé

Halkion Teista Skemmtiferdaskip Lagf Minni

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að leggja til að tveir fulltrúar Vestmannaeyjahafnar verði sendir á Seatrade Global ráðstefnuna sem fer fram í vor. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur, en fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn henni. Beiðnin barst frá hafnarstjóra og hafsögumönnum sem telja nauðsynlegt að viðhalda tengslum við viðskiptavini […]

Mikil áhugi á „Viltu hafa áhrif“

Ráðhús_nær_IMG_5046

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2026, en auglýst verður aftur í mars vegna seinni hluta ársins. Markmið sjóðsins er að efla og styðja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarf í Vestmannaeyjum með því að hvetja einstaklinga, […]

Hvergi meiri samdráttur í komum skemmtiferðaskipa

Í síðustu viku komu til landsins forsvarsmenn frá MSC Cruises, Royal Caribbean Group, Carnival Corporation, Windstar Cruises, Ponant og), öll félög sem  sent hafa skemmtiferðaskip til Íslands undanfarin ár, ásamt samtökunum CLIA (Cruise Lines International Association). Tilefni heimsóknar var funda með þingmönnum og stjórnsýslu. Til að koma á framfæri áhyggjum um fækkun á komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mjög hárra innviðargjalda sem lögð voru á með nánast engum fyrirvarar og óvissu sem […]

Fjallið taldi ekki eftir sér að leita þingmenn uppi

Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs er tilvitnun sem oft er gripið til og á við þingmenn Suðurkjördæmis og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Í nýliðinni kjördæmaviku á Alþingi var Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í kjördæminu sá eini sem sá sér fært að mæta til Eyja. Hefur verið öflugur talsmaður Vestmanneyinga á þingi og vill greinilega rækta sambandið. […]

Fyrirhuguð stækkun leikskólalóðar við Kirkjugerði

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði. Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn. Fram kom […]

Bæjarstjórn ræddi framvindu Sköpunarhúss

_DSC0045

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var rætt um framvindu Sköpunarhúss, nýs verkefnis sem miðar að því að efla listsköpun barna og unglinga. Húsið verður staðsett í félagsmiðstöðinni við Strandveg og býður upp á tækifæri í tónlistarsköpun, myndbandagerð og útgáfu tónlistar. Hluti búnaðarins er þegar til staðar, en enn þarf að fjárfesta í tækjum og tryggja […]

Ekki horft í krónuna hjá ríkinu

„Kostnaður ríkisins vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu vegna þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 12 sem reknar hefur verið fyrir Óbyggðanefnd og tekur til eyja og skerja hér við land nemur alls rúmum 96 milljónum króna, en heildarkostnaður við kröfugerðina er 192,4 milljónir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn,“ segir frétt Morgunblaðsins í dag. Segir […]

Eyjamenn og Skagfirðingar sameinast gegn fjármálaráðherra

„Bæði Eyjamenn og Skagfirðingar eru staðfastir í þeirri ætlan sinni að halda sínum hlut gagnvart kröfum fjármála- og efnahagsráðherra um að úteyjar Vestmannaeyja sem og Drangey á Skagafirði verði úrskurðaðar þjóðlendur. Telur hann rétt að óbyggðanefnd skeri þar úr,“ segir í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is. Gott til að vita að Eyjamenn eru ekki […]

Fjórði fjármálaráðherrann gerir atlögu að Eyjamönnum

Vestmanneyingar standa í lítilli þökk við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem í síðustu ríkisstjórn hafði stuttan stans í fjármálaráðuneytinu. Í Vestmannaeyjum er hennar helst minnst fyrir að vilja koma Vestmannaeyjum öllum utan smá skika á Heimaey í ríkiseigu. Þeir hjuggu í sama knérunn sem fjármálaráðherrar, Sigurður Ingi, þingmaður Suðurlands og Bjarni Benediktsson. „Og áfram skal haldið að hálfu ríkisins,“ segir […]

Fyrirkomulag heimgreiðslna verður óbreytt

Ráðhús_nær_IMG_5046

Heimgreiðslur voru til umfjöllunar á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja. Þar kynnti Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu og uppeldismála nýtingu á heimgreiðslum síðustu ár og það sem af er þessu ári. Í niðurstöðu segir að fræðsluráð leggi til að fyrirkomulag heimgreiðslna haldist óbreytt en að viðmiðunartekjur breytist í upphafi hvers árs um sömu prósentu og almennir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.