Að gefnu tilefni

Á morgun er vika síðan ég sigldi Blíðunni minni til Þorlákshafnar með nýjum eiganda. Viðbrögð fólks í kring um mig hér í Eyjum eru tilefni þessarar greinar, en ég hef m.a. fengið að heyra: “Hvenær kemur nýji báturinn? Mun nýji báturinn ekki örugglega heita Blíða?” og “Þú ert að ljúga ef þú segist vera hættur.”  […]

Göngin Göngin

Það gladdi hjarta mitt að bæjarstjórn var einhuga um það á síðasta fundi að skora á samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins að kostir gangna milli lands og eyja yrðu kannaðir. Jarðgöng milli lands og eyja yrðu ekki bara hin endanlega lausn við samgönguvanda Vestmannaeyinga. Lagnir á borð við vatn og rafmagn eru stórmál því þær þarf […]

Hlaðvarpið – Ingibjörg Bryngeirsdóttir

Í tíunda þætti er rætt við Ingibjörgu Bryngeirsdóttur um líf hennar og störf. Ingibjörg ræðir við okkur um lífshlaup sitt, menntun, og ýmis verkefni sem hún hefur á prjónunum.  Í seinni hluta þáttarins fáum við heyra stuttan kafla úr bókinni Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritara, frá Grund, sem Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við […]

Gerum flott prófkjör!

Í lok mánaðarins 29. maí verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingskosninganna 25. september nk. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti.  Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi atvinnu- og […]

Hlaðvarpið – Magnús Bragason

Í níunda þætti er rætt við Magnús Bragason um líf hans og störf. Magnús ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, ferðaþjónustu, Puffin Run og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við heyra viðtal sem Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954 og að þessu sinni er viðmælandi þeirra Engilbert Gíslason […]

Að halla sannleikanum

Það er svo sem ekkert nýtt að sannleikanum sé hallað, en í framhaldi af síðustu grein minni, þar sem ég varaði sérstaklega við stefnu núverandi umhverfisráðherra í friðunarmálum, þá rak ég augun í dag inni á Vísi viðtal við Jóhann Ólaf Hilmarsson, fuglafræðing og áhugaljósmyndara.  Þar lýsir Jóhann þeirri skoðun sinni að friða eigi alla sjófuglastofna á Íslandi. Í […]

Hlaðvarpið – Íris Róbertsdóttir

Í áttunda þætti er rætt við Írisi Róbertsdóttur um líf hennar og störf. Íris ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, námið og ýmislegt fleira. Í seinni hlutanum mun Snorri Rúnarsson lesa fyrir okkur 3 stuttar sögur úr bókinni sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum sem Jóhann Gunnar Ólafsson safnaði saman og gaf út 1938 – […]

Satúrnusarhringir

Satúrnus er 30 ár að fara hring í kringum sólina. Lífið er því u.þ.b. þrír Satúrnusarhringir, ef Guð lofar.  Fyrsti Satúrnusarhringurinn er undirbúningur fyrir næsta, annar fyrir þann þriðja og vonandi sá þriðji til að auðvelda börnunum okkar sína hringi þegar þau hjálpa sínum börnum með sinn fyrsta hring.     Ég var 11 ára […]

Hlaðvarpið – Jórunn Lilja Jónasdóttir

Í sjöunda þætti er rætt við Jórunni Lilju Jónasdóttur um líf hennar og störf. Jórunn Lilja ræðir við okkur um lífshlaup sitt hvernig lífið var fyrir unga konu á frystitogara, fjölskylduna, sönginn og hvernig veikindi hennar hafa haft áhrif á hana í dag.  Jórunn Lilja greindist með taugasjúkdóm sem kallast FND eða á Íslensku Starfræn […]

Gleðilegt sumar

Lundinn er að setjast upp í kvöld 13. og þar með komið sumar hjá mér. Mig minnir að þetta sé aðeins í 3. skiptið sem hann sest upp þann 13. og ef miðað er við tíðarfarið að undanförnu, þá hefði maður frekar haldið að hann kæmi eitthvað seinna, en lundinn er óútreiknanlegur. Í fyrra settist […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.